Húnavaka - 01.05.1970, Page 163
HULDA Á. STEFÁNSDÓTTIR.
lngibjörg Vilhjálmsdóttir
Fœdd 23. okt. 1907. — Dáin 24. nóv. 1969.
Mér hefur oft fallið illa að heyra dánartilkynningar í útvarpinu,
ekki sízt þegar um kunnugt fólk hefur verið að ræða, og ég hef ekki
gert mér ljóst, að skammt væri að leiðarlokum. Auðvitað duldist mér
ekki þegar við Ingibjörg voru ná-
grannar á Blönduósi, að hún gekk
ekki heil til skógar, en að svo stutt
væri í síðasta áfangann datt mér
ekki í hug, þegar að ég sá hana síð-
ast, glaða og hressa í bragði, síðast-
liðið sumar á Blönduósi. Mér brá
því óvenju mikið, þegar ég hlustaði
á andlátsfregnina í útvarpinu. Ég
hafði ekki hugmynd um, að hún
hafði þá fyrir nokkru verið flutt
fársjúk suður yfir fjöllin á Lands-
spítalann, þar sem hún lézt eftir
fáa daga. — Margt rifjaðist upp fyrir
mér, þegar fregnin barst, og hugur-
inn leitaði norður á bóginn. í æsku
minni heyrði ég oft talað um Vil-
hjálm á Bakka, föður hennar, en
sem kunnugt er, ólst Ingibjörg upp á Bakka í Svarfaðardal hjá for-
eldrum sínum, Kristínu Jónsdóttur og Vilhjálmi Einarssyni bónda
þar. Var heimili þeirra talið mjög myndarlegt og gestrisið, húsfreyj-
an dugleg og óvenju hög í höndum, og bóndinn mesti greindar-
maður. Voru hjónin, að sögn, mjögsamhent um, að sjá stóru heimili
borgið og koma mörgum mannvænlegum bömum til þroska, en
börnin voru átta. Þá heyrði ég Valtý bróður minn geta þess, að gott
11