Húnavaka - 01.05.1970, Page 166
HULDA Á. STEFÁNSDÓTTIR.
Steinunn Valdemarsdóttir
Fœdd 7. april 1894. — Dáin 5. júli 1969.
ÞaÖ kom illa við mig, þegar ég kom norður í sveitina mína í sumar
og frétti, að Steinunn vinkona mín Valdemarsdóttir lægi fársjúk á
Héraðshælinu á Blönduósi. Hún hafði veikzt á milli bæja, farið al-
heil, er virtist, frá Stóru-Giljá fram
að Brekku, en þar hné hún niður,
áður en hún komst inn í bæinn.
Mig langaði til að sjá hana á sjúkra-
húsinu, en hún þekkti mig ekki. —
Féll mér illa að sjá hvernig komið
var fyrir þessari góðu konu, sem
svo oft liafði sýnt hetjulund, þegar
á móti blés, hafði ávallt verið hress
og kát, er fundum okkar bar sam-
an. Ekki leið langur tími þar til ég
frétti svo látið hennar. Sennilega
var það bezta lausnin úr því sem
komið var, en margir söknuðu vin-
ar í stað, því Steinunn var mjög
vinsæl meðal fólksins í sveitinni,
einkum þeiiæa, er þekktu hana bezt.
Steinunn var fædd að Svínadalsseli
í Saurbæjarhreppi í Dalasýslu. For-
Steinunn Valdemarsdóltir. eldrar hennar voru hjónin Guð-
björg Jónsdóttir og Valdemar Jóns-
son, er voru þar í húsmennsku. Ábúendur í Svínadalsseli voru þá
Ragnheiður Árnadóttir og fyrri maður liennar Indriði. Tóku þau
litlu stúlkuna til fósturs, því að þau voru barnlaus, en foreldrar
Steinunnar áttu fleiri böm. Meðal systkina Steinunnar var Margrét