Húnavaka - 01.05.1970, Qupperneq 168
166
HÚNAVAKA
ist ég henni fyrst. Hún kom oft til kirkju að Þingeyrum, því að hún
var mikil trúkona og vildi sækja helgar tíðir. Og eftir því sem árin
liðu og ég kynntist henni betur, þótti mér meira til hennar koma.
Oft er það mælikvarði á mannkosti og manngildi fólks að vinna sí-
fellt á við nánari kynni. Steinunn og Þórarinn eignuðust tvö börn,
Helgu og Ragnar. Þegar Helga var 10 ára, varð Steinunn að sjá af
lienni. Var henni komið fyrir að Víkum á Skaga, þar sem hún ólst
upp til 17 ára aldurs og fór að vinna fyrir sér. Um tvítugt fór hún í
Kvennaskólann á Blönduósi. Hún er nú búsett í Hafnarfirði; maður
hennar er Pálmi Ágústsson kennari. Ragnar er bifreiðarstjóri á
Blönduósi; kona hans er Svanhildur Þorleifsdóttir frá Sólheimum.
Ólst Ragnar að miklu leyti upp hjá vinkonu Steinunnar, Sigurlaugu
Sigurjónsdóttur og Árnranni Benediktssyni í Steinnesi. Reyndust
þau hjón honum eins og bezt verður á kosið, en það liggur í ^ugum
uppi, að ekki liefur verið sársaukalaust fyrir viðkvæma móður að
skilja við börn sín á unga aldri. En aldrei heyrði ég Steinunni kvarta,
aðeins talað um þakkarskuld við vinina í Steinnesi og Víkum, sem
reyndust börnum hennar vel.
Ef litið er á þetta stutta æviágrip Steinunnar, fer ekki hjá því, að
maður undrast þau kjör, sem hún átti við að búa, þessi dugnaðar
og myndarkona. Sífelldir flutningar stað úr stað, enginn fastur bú-
staður fyiT en eftir mörg ár, — og aldrei nema húsmennska. En slík
voru kjör fjölmargra á þeim árum. Þó veit ég, að Steinunn hefur
aldrei á liði sínu legið. Sýnir það táp hennar, að hún skyldi ekki
bugast.
Eftir að Steinunn missti mann sinn 1943 var hún mikið á Stóru-
Giljá, vann því heimili vor, sumar og haust. Var mikil vinátta með
henni og fólkinu á Giljá og Beinakeldu. — Að vetrinum var hún
„sjálfra sinna“, sem kallað er. Var þá oft leitað til hennar og hún
beðin að hjálpa til á bæjum, ef veikindi báru að höndum, eða hús-
freyjur þurftu að bregða sér í burtu. Var Steinunn því mörgum
lijálparhella. Hvarvetna var lienni fagnað þegar hún kom og saknað
er hún kvaddi. Veit ég fyrir víst, að mörgum heimilum bregður við,
þegar hún er öll, sakna vinar í stað, sakna hollustu liennar í orði og
verki.
Steinunn var vel greind kona, bókhneigð og fróðleiksfús; hafði
yndi af að grípa í góða bók, en því miður urðu þær stundir allt of
fáar, sem hún gat notið þess, því starfið kallaði. Víða var þarft starf