Húnavaka - 01.05.1970, Page 170
JVIannalát árih 1969
HÖSKULDSSTAÐAPRESTAKALL.
Finnur Björgvin Frimannsson, verkamaður, Jaðri, Höfðakaup-
stað, andaðist 18. marz á H. A. H.
Hann var fæddur 23. ágúst 1909 í Sæmundsensbúð í Höfðakaup-
stað.
Foreldrar: Frímann Finnsson, skipstjóri og barnakennari, sonur
Finns Magnússonar, bónda á Syðri-Ey og Kristín Pálsdóttir Ólafs-
sonar, er var ættaður frá Leikskálum í Suður-Þingeyjarsýslu.
Finnur Frímannsson var maður lágur vexti, eins og margt hans
ættmenna. Hann var snyrtimenni, sönghneigður og hafði yndi af
hljóðfæraslætti. Hann var tilfinninganæmur, eins og margt fólk, er
á gott fegurðarskyn. Hann vildi öllum gott gjöra. Er hann dvaldi í
sveit, var hann hinn mesti dýravinur og átti jafnan góða reiðhesta,
er hann hafði yndi af að sitja. Eftir að faðir hans andaðist 1937, bjó
liann með móður sinni, Jrar til hún féll frá 1948.
Finnur var alla ævi ókvæntur og barnlaus.
Síðustu ár ævi sinnar dvaldi liann á ellideild Héraðshælisins á
Blönduósi.
Jón Jónas Sölvason, bóndi frá Réttarholti í Höfðahreppi, andaðist
17. ágústá H'. A. H.
Hann var fæddur 10. desember 1889 í Hólagerði í Höfðakaupstað.
Foreldrar: Sölvi Jónsson og kona hans, Rósa Benediktsdóttir. Var
Sölvi hálfbróðir Guðmundar, föður Bjcirns á Örlygsstöðum.
Móðir Rósu var Guðrún Guðmundsdóttir, var hennar móðir Rósa
Jónsdóttir, systir Kristjáns í Stóra-Dal.
Jón kvæntist 15. júlí 1916 Þorbjörgu Halldórsdóttur frá Sneis á
Laxárdal.
Er þau hjón áttu gullbrúðkaup, gáfu þau Kvenfélaginu í Höfða-
kaupstað álitlega peningagjöf. — Þessi gullbrúðkaupssjóður þeirra
hjóna skal styrkja konur í orlof.