Húnavaka - 01.05.1970, Síða 172
170
HÚNAVAKA
Reykjavík 1968. Anna, í Reykjavík, ekkja Karls Einarssonar. Snorri,
sjómaður í Höfðatúni í Höfðakaupstað, búsettur með Jóhönnu
Jónasdóttur.
Býli Gísla, Viðvík, var með hinum elztu hér í Höfðakaupstað.
Það var snoturt, með hvítum stöfnum og grænni þekju, sem fór vel
við hinn hvíta öldufald, er féll að grænu túni. Lífsbarátta þeirra
hjóna var hörð, eins og margra fyrr á árum, en þau voru ráðdeildar-
söm og það svo, að þeirra heimili var eitt þeirra fáu, er skuldlaust
var á svonefndum kreppuárum.
Gísli var maður, er las mikið, er hann komst höndum undir. Þá
var hann söngmaður og hafði gaman af að slá í spil.
Gísli var vinmargur, þótt eigi væri það fyrir fagurgala né mjúk-
mælgi, því að liann var hreinn og beinn. Margur laðaðist að Jjessum
svipmikla manni. Bar til þess góð greind, heilsteypt hugsun, er var
full góðvildar. Því urðu börn honum alls staðar kær, sem hann
dvaldi.
Er þau hjón gerðust aldurhnigin, fóru þau vistferlum í Reykholt
til lijónanna Hafsteins Sigurbjarnarsonar og Laufeyjar Jónsdóttur.
Þar áttu þau gott ævikvöld. Andaðist Guðný Þorvaldsdóttir 5. okt.
1953, eftir 4 ára dvöl, en Gísli Einarsson dvaldi þar í 16 ár.
Hann var sæmdur heiðursmerki sjómannadagsins árið 1965.
Sigríður Friðriksdóttir, Skrapatungu í Vindhælishreppi, andaðist
26. maí á H. A. H. — Hún var fædd 6. ágúst 1884 á Úlfagili í Engi-
hlíðarhreppi.
Foreldrar: Friðrik Guðvarðarson og kona hans, Una Þorkélsdóttir.
Sigríður giftist aldrei né átti börn, en meðal systkina hennar voru
Ingibjörg í Kambakoti og Guðmundur, er um skeið bjó á Mánaskál.
Þær systur voru fyrst með foreldrum sínum, en bjuggu þar síðan
að þeim önduðum. Eftir nokkur ár flutti Ingibjörg út á Strönd. Var
þá Sigríður ein búandi kona á föðurleifð sinni, Úlfagili. Mátti hún
nú ein hafa öll verk, úti og inni.
En þótt byggð eyddist um Laxárdal framanverðan, var hún trú
sínu föðurtúni. Það var eins og ekkert gæti raskað hennar hugarró í
þessum fjallasal. Enda var það hennar lán, að byggð hélzt í þessum
hluta dalsins, svo að hún mátti sjá, er rjúka tók á bæjum í morgun-
sárinu og ljós í glugga, er dimma fór.
Sigríður hafði þrá til sjálfstæðis í lífinu. Hún var herra á sinni