Húnavaka - 01.05.1970, Side 175
HÚNAVAKA
173
Þorlákur Sigurður Grimsson drukknaði þann 7. marz 1969, en
liann var sjómaður á m.b. Farsæl frá Akranesi, er fórst í fiskiróðri.
Þorlákur Grímsson var fæddur 30. sept. 1949 á Akranesi. Voru
foreldrar hans, Grímur Magnússon, bóndi Árbakka, og kona lians,
Þorlfríður Þorláksdóttir. Þorlákur ólst upp með foreldrum sínum á
Akranesi, unz þau fluttu til Árbakka. Hann var vel látinn ungur
maður, er þótti efnilegur og góð stoð síns heimilis.
Þann 16. desember 1969 andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur-
eyri meybarn, er fætt var 13. júní 1969 á Héraðshælinu á Blönduósi.
Foreldrar: Þórir Konráð Guðmundsson, sjómaður og Ragnhildur
Kristjana Sigurjónsdóttir, Herðubreið, Skagaströnd.
Sr. Pétur Þ. Ingjaldsson.
ÞINGEYRAKLAUSTURSPRESTAKALL.
Filippia Magnea Björnsdóttir var fædd 11. október árið 1885 að
Kambhóli í Eyjafirði. Hún var eitt af níu börnum Bjöms Jónssonar
og Rósu Jónsdóttur frá Hrísum í Svarfaðardal í Eyjafirði. Barn að
aldri fluttist hún með foreldrum sínum til Skagafjarðar. Um ferm-
ingaraldur réðist hún í vistir og þótti þegar rösk til verka. Rétt upp
úr aldamótunum síðustu, er hún stóð á tvítugu, fluttist hún að
Strjúgsstöðum í Langadal og dvaldist þar fram yfir þrítugt, sem
liægri hönd roskinnar húsmóður. Eftir 1920 átti Magnea heima í
Bólstaðarhlíðarhreppi og dvaldi þá m. a. í Mjóadal hjá Guðmundi
Erlendssyni, hreppsstjóra og Ingibjörgu konu hans. Stundaði hún
þau hjón í banalegu þeirra, en þau létust bæði í sömu vikunni árið
1922.
Árið 1927 fluttist Magnea til Blönduóss og réðist í þjónustu Sjúkra-
hússins og hafði á hendi umsjón þvottahúss þess. Jafnframt hjálpaði
hún þar til við ýmis önnur störf, svo sem margs konar aðhlynningu
sjúklinga og vikastörf á skurðstofu við handlæknisaðgerðir. Eftir að
hið nýja og glæsilega Héraðshæli Austur-Húnvetninga tók til starfa
fyrir nær 15 árum síðan, flutti hún þangað og vann störf sín af al-
kunnri fórnfýsi og árvekni. En er kraftar og heilsa hennar voru að