Húnavaka - 01.05.1970, Page 176
174
HÚNAVAKA
þrotum komnir, naut hún ókeypis allrar aðhlynningar á Héraðshæl-
inu. Sýnir þetta m. a. hversu mikils stjórn Héraðshælisins virti hið
tanga og merka starf Magneu, er lnin jafnan vann í þágu stofnunar-
innar um 40 ára skeið og hefur enginn starfað jafn lengi þar.
Magnea eignaðist tvo syni með Þorvarði Árnasyni, en þeir eru:
Helgi, starfsmaður í Laugavegsapóteki í Reykjavík og Hjalti, sem
látinn er fyrir nokkrum árum.
Magnea var dygg og trú í störfum sínum. Hún andaðist 29. sept.
1969 á Héraðshælinu.
Guðmundur Frimnnn Agnarsson var fæddur 20. maí 189S að
Hnjúkum á Ásum í A.-Hún. Foreldrar hans voru hjónin Agnar Guð-
mundsson og Guðrún Sigurðardóttir, er bjuggu á Hnjúkum. Hann
ólst þar upp í stórum systkinahópi. Þriggja ára gamall flyzt hann
að Smyrlabergi. Árið 1909 fer hann að Fremsta-Gili í Langadal.
Þann 20. apríl árið 1919 kvæntist hann Sigurunni Þorfinnsdóttur
frá Glaumbæ í Langadal, en árið 1922 hófu þau búskap á Blönduósi
og átti hann þar heima til dauðadags. Eignuðust þau hjón 3 börn, en
þau eru: Kristín, húsfreyja í Reykjavík, Agnar, húsasmiður á Blöndu-
ósi og Sigþór, aðalbókari hjá Olíuverzlun íslands í Reykjavík.
Guðmundur gegndi opinberum störfum um langt skeið m. a.
vegavinnuverkstjóri í Austur-Húnavatnssýslu. Einnig hafði hann á
hendi, um langt árabil, kjötmat á vegum Sölufélags Austur-Hún-
vetninga á Blönduósi. í þrjú sumur gegndi hann vörzlu við sauðfjár-
veikivarnir á Hveravöllum. Jafnframt öllum þessum störfum stund-
aði hann nokkum búskap á Blönduósi.
Guðmundur var mikill félagsmaður. Var einn af stofnendum
Verkalýðsfélags Austur-Húnvetninga og vann mikið starf innan fé-
lagsins. Var hann kjörinn heiðursfélagi verkalýðsfélagsins. Hann var
víðkunnur hestamaður, og á hópreið húnvetnskra hestamanna, er
hann reið í broddi fylkingar, hné hann niður af hesti sínum, Andvara,
og var þegar látinn, þann 11. maí 1969. Guðmundur var góður og
traustur starfsmaður og vinsæll í hópi félaga sinna.
Ingimundur Jónsson var fæddur 18. júní árið 1912 að Torfalæk í
í Austur-Húnavatnssýslu. — Foreldrar hans voru hjónin Jón Guð-
mundsson, bóndi þar, og kona hans, Ingibjörg Björnsdóttir. Hann