Húnavaka - 01.05.1970, Síða 177
HÚNAVAKA
175
ólst upp í stórum hópi systkina og dvaldi alla ævi á Torfalæk, fyrst
í skjóli foreldra sinna og síðar bróður síns Torfa. Ingimundur var
mjög söngelskur og barngóður að eðlisfari. Hann var trúr og skyldu-
rækinn í öllum þeim störfum, er honum var trúað fyrir. Hann lézt
á Héraðshælinu á Blönduósi 20. maí 1969.
Rúselia Guðrún Sigurðardóltir Meldal var fædd 2. júlí árið 1890
að Kaldbak í Bjarnarfirði í Strandasýslu. Foreldrar hennar voru Sig-
urður Stefánsson og kona hans, Sigríður Jónsdóttir, er bjuggu að
Bakka og síðar á Brúará í Steingrímsfirði. Hún ólst upp í foreldra-
húsum. Árið 1912 fluttist hún norður í Húnaþing og átti þar heima
nær óslitið síðan. Þann 21. júní árið 1924 gekk hún að eiga Guðmund
Meldal og bjuggu þau um 6 ára skeið á Höllustöðum og síðar í 10 ár
að Þröm í Blöndudal. Lengst af var heimili þeirra í Litla-Dal, eða
frá árinu 1937—1950. Um aldarfjórðungsskeið gegndi hún ljósmóður-
störfum í Svínavatnshreppi. Hún ól upp 4 fósturbörn, en þau eru:
Unnur Stefánsdóttir húsfreyja í Reykjavík, Ragnheiður Ester Guð-
mundsdóttir, er var dóttir manns hennar, Guðmunda Ágústsdóttir,
húsmóður í Gerðum syðra og Einar Pétursson bifreiðastjóra í Reykja-
vík. Öllum þessum fósturbörnum gekk hún í móðurstað. Árið 1950
lézt maður hennar, en þá flutti hún til Reykjavíkur, en frá árinu
1951 átti hún heimili að Glaumbæ í Langadal, þar sem hún var ráðs-
kona Jakobs Sigurjónssonar um 16 ára skeið.
Róselía var dugleg og skyldurækin ljósmóðir.
Hún andaðist á Héraðshæli Húnvetninga 2. júní 1969.
Sigurjón Jónasson var fæddur 20. júlí árið 1907 að Grundum í
Bolungarvík vestra. Foreldrar hans voru hjónin Jónas Benjamínsson,
ættaður úr Húnaþingi, og Salvör Hávarðsdóttir, er þá voru húshjón
að Grundum. Átta ára gamall missti hann föður sinn, er fórst í róðri
frá Bolungarvík þann 27. nóv. 1915, ásamt Guðmundi Jakobssyni
og Hávarði hreppsstjóra og formanni í Bolungarvík, en hann var
tengdafaðir Jónasar. Ári síðar flutti Sigurjón með Benedikt Benja-
mínssyni, föðurbróður sínum, og konu hans, Guðrúnu, norður í
Húnaþing. Eftir það átti Sigurjón lengst af heimili sitt að Bjarna-
stöðum í Þingi og síðar á Stóru-Giljá, eða um 35 ára skeið. Um
nokkurra ára skeið var Sigurjón á Þingeyrum hjá frú Huldu og
manni hennar, Jóni S. Pálmasyni.