Húnavaka - 01.05.1970, Síða 178
176
HÚNAVAKA
Sigurjón átti fjiigur börn. Tvær dætur hans, Guðrún Anna og Guð-
rún eru búsettar í Reykjavík. Á Stóru-Giljá bjó Sigurjíin með Klöru
Bjarnadóttur, og ólust synir þeirra, Jónas og Hávarður, þar upp hjá
þeim. Sigurjón var karlmenni mikið og vinsæll meðal samsveitunga
sinna. Hann lézt á Héraðshæli A.-Hún. á Blönduósi 25. júní 1969.
Stefdn Jósef Einarsson var fæddur 16. desember árið 1888 á Blöndu-
ósi. Foreldrar hans voru hjónin Einar Stefánsson og Björg Jóhanns-
dóttir, er lengst af bjuggu á Þverá í Norðurárdal í A.-Hún. Stefán
dvaldi í foreldrahúsum til fullorðins ára, en þann 21. febrúar árið
1918 kvæntist hann Sigurbjörgu Jónsdóttur frá Núpi á Laxárdal í
A.-Hún.
Hófu þau búskap að Vindhæli í Vindhælishreppi og bjuggu þar
um tveggja ára skeið. Síðan fluttu þau að Glaumbæ í Langadal og
og bjuggu þar í nokkur ár. Árið 1933 fluttu þau að Höskuldsstöðum
á Skagaströnd og bjuggu þar í 18 ár, er þau fóru að Blönduósi, þar
sem hann átti heimili til dauðadags.
Eignuðúst þau hjón tvö börn: Jón og Guðrúnu, er bæði eru búset.t
á Blönduósi. Einnig ólu þau upp dótturdóttur sína, Sigurbjörgu
Herdísi. Síðustu þrjú árin var Stefán vistmaður á Héraðshælinu á
Blönduósi, þar sem hann andaðist 25. júní 1969.
Stefán var maður hlédrægur, duglegur og hygginn bóndi.
Eysteinn Erlendsson var fæddur að Beinakeldu í A.-Hún. 28. ágúst
árið 1889. Foreldrar hans voru hjónin Erlendur Eysteinsson og Ást-
ríður Helga Sigurðardóttir, er bjuggu á Beinakeldu. Eysteinn ólst
upp í föðurgarði ásamt 8 systkinum sínum. Er Erlendur faðir hans
andaðist árið 1901, hélt móðir hans, ásamt börnum sínum, áfram
búskap til ársins 1911, er hann, ásamt Sigurði bróður sínum, tók við
búi og bjuggu þeir þar félagsbúi til ársins 1916, er Sigurður fluttist
að Stóru-Giljá. Eftir það bjó Eysteinn einn á Beinakeldu eða til árs-
ins 1957, er böm hans tvö tóku við búi. Dvaldi hann þar í skjóli
þeirra til dauðadags. Eysteinn var framkvæmdamaður, m. a. reisti
liann eitt fyrsta steinhús í Húnaþingi á jörð sinni árið 1912. Smiður
var hann góður, bæði á jám og tré, og vann utan heimilis síns
nokkuð við smíðar. Keypti hann ásamt Sigurði bróður sínum fyrstu
heyvinnuvélar, er komu í sveit þeirra. Hann hóf snemma áveitufram-