Húnavaka - 01.05.1970, Side 179
HÚNAVAKA
177
kvæmdir á jörð sinni og jók þannig heyfeng sinn til muna. Hann
kvæntist Guðríði Guðlaugsdóttur og eignuðust þau tvö börn: Ingi-
björgu, húsfreyju, og Erlend, bónda, er bæði eru gift og búsett á
Beinakeldu.
Eysteinn andaðist á Héraðshæli A.-Hún. á Blönduósi 27. okt. 1969.
Hann var forsjáll og hygginn bóndi.
Sr. Arni Sigurðsson.
Elisabet Guðmundsdóttir frá Gili andaðist á sjúkrahúsinu á
Blönduósi 7. júlí 1969. Hún var fædd á Æsustöðum í Langadal 8.
marz 1884. Faðir hennar, Guðmundur hreppsstjóri, var sonur Er-
lendar í Tungunesi Pálmasonar í Sóllieimum, Jónssonar. Var Er-
lendur þjóðkunnur framfarasinni og félagsmálamaður á sinni tíð.
Ingibjörg móðir Elísabetar var dóttir Sigurðar bónda á Reykjum á
Reykjabraut og s. k. hans Þorbjargar Árnadóttur, orðlagðrar mann-
kostakonu. Ung að aldri fluttist Elísabet með foreldrum sínum að
Mjóadal á Laxárdal, og við þann bæ voru jrau lengst af kennd. —
ÞeiiTa var jafnan að góðu getið. Hann var friðsemdarmaður og ráð-
hollur; Ingibjörg rómuð fyrir góðleik, bæði prúð í orðum og verkum.
Drýgst bjó Elísabet að uppeldinu í föðurgarði, enda átti hún lít-
inn kost á skólagöngu, þótt námgjörn væri. Þess má samt geta, að
Þórunn Baldvinsdóttir á Bollastöðum var litla hríð heimiliskennari
í Mjóadal, og vetrarpart var Elísabet eftir fermingu hjá Önnu Pét-
ursdóttur, prestskonu á Bergsstöðum. Síðar sótti hún einnig sauma-
námskeið á Sauðárkróki og mjaltakennslu á Hólum. Annað fór hún
ekki svo heitið gæti út úr sveit sinni, nema í stutt ferðalög, fyrr en
hún fluttist þaðan í elli. En enginn sá nokkru sinni á henni afdala-
brag, og vart bar nokkuð svo á góma, að hún væri ekki fær um að
leggja þar eitthvað til mála.
Elísabet var nettvaxin og fríð sýnum, jafnan grönn og létt í spori.
Þótti ung ein mesta blómarós héraðsins. Giftist liðlega tvítug Stefáni
Sigurðssyni frá Stóra-Vatnsskarði, er síðar tók við hreppsstjóminni
af tengdaföður sínum. Hjónaband þeirra Stefáns og Elísabetar var
einkar farsælt. Þau bjuggu í tvíbýli í Mjóadal frá 1906—1922. Þá
fluttu þau að eignarjörð sinni Gili í Svartárdal og voru þar í 32 ár,
en fóru svo til Blönduóss. Þá stóð hún á sjötugu, en hann var hálf
áttræður. Síðast áttu þau vist á Héraðshælinu á Blönduósi.
Elísabet Guðmundsdóttir var afburðabúkona og lét flest til sín taka
12