Húnavaka - 01.05.1970, Page 180
178
HÚNAVAKA
jafnt utan húss sem innan stokks. Henni féll sjaldnast verk úr hendi
og var bæði fjölvirk og velvirk. Mest yndi hafði hún af skepnunum,
einkum kúnum. Nærgætni liennar við þær kom og að góðu gagni.
Tóskaparkona var hún prýðileg. Verk hennar voru ott á sýningum,
vciktu athygli og fengu lofsamlega dóma.
Elísabet var ágætlega gefin og að upplagi mannblendin 02: félags-
lynd. Hún var jafnan fagnaði fegin og skemmtin og ræðin. Ófeimin
við að segja álit sitt og ákveðin og áhugasöm. Mældi livorki tímann
né taldi á sig sporin ef hún vildi fylgja einhverju úr lilaði, eða koma
liugðarefnunr sínum í framkvæmd.
Að áeggjan aldavinkonu sinnar, Halldóru Bjarnadóttur, gekkst
Elísabet fyrir stofnun Kvenfélags Bólstaðarhlíðarhrepps 1927 og var
sjálfkjörin formaður þess, unz hún hvarf úr sveitinni. Skorti hvorki
röggsemi né lrugkvæmni til að halda því í fullu fjöri og mikilli starf-
semd. Oft var hún fulltrúi þess út á við og sat á ýmsum þingum. Var
hvarvetna vel virt.
Mikill gestagangur var á Gili árið um kring, háum og lágum vel
fagnað og hverjum veittur sá beini, er honum kom bezt. Nauðleitar-
menn gengu þaðan ekki bónleiðir og ein þurfamanneskja átti þar
lengi skjól.
Elísabet á Gili var staðföst trúkona. Kunni frá æsku ógrynni af
sálmum og bænum; hélt lengi nppi húslestrum. Sótti kirkju að stað-
aldri. Tók mikinn þátt í söngnum. En trú sína játaði lnin ekki aðeins
í orði; hún sýndi hana í verkunum. Um það vitnaði mannúð hennar
og góðvilji. Til hinzta dags var henni hugstæðast að víkja góðu að
einhverjum. Því var hún alltaf vinmörg og vinföst.
Minning hennar er björt og hlý.
Sr. Gunnar Árnason.
Margrét Ásmundsdóttir, fyrrum skólastjórafrú á Húsavík, fæddist
15. marz 1881 að Einarsstöðum, Núpasveit, N.-Þing. Foreldrar:
Hjónin Ásmundur Jónsson og Kristbjörg Arngrimsdóttir, bæði
af suður-þingeysku fólki komin. Börn þeirra, auk Margrétar, voru
Guðmundur læknir í Noregi, og Bjarnina, kona Björns hreppstjóra
Guðmundssonar í Lóni, Kelduhverfi. í frumbemsku fluttist Mar-
grét með foreldrum sínum að Auðbjargarstöðum, Kelduhverfi, og
ólst þar upp. Hún var enn á unglingsaldri, er móðir hennar dó. Eftir
það annaðist hún heimilishaldið fyrir föður sinn fram til tvítugs-