Húnavaka - 01.05.1970, Blaðsíða 181
HÚNAVAKA
179
aldurs. Tvö ár var hún á Akureyri og lærði fatasaum. Kom það
Iienni síðar sem húsmóður að góðu Iialdi og fleirum. Haustið 190(1
giftist luin Benedikt Björnssyni frá Stórárbakka í Kelduhverfi, hin-
um þjóðkunna skólamanni. Unr hann hefir talsvert verið ritað. (Sjá
t. d. Arbók S.-Þing. 1965). Hann var glæsilegur maður og göfugur.
Þetta sama haust (1906) stolnaði hann unglingaskóla á Húsavík.
Varð síðar (1914) einnig skólastjóri barnaskólans. Var oddviti í
Húsavík um langt árabil. Benedikt var störfum hlaðinn, en átti jafn-
framt við vaxandi sjónleysi að stríða. Fjölskyldan varð allstór, skóla-
stjóraíbúðin h'til og efni aldrei mikil. F.n Margrét stóð við hlið síns
mæta manns með reisn og prýði. Segja má, að heimili þeirra stæði
öllum opið. Þar ríkti gestrisni, glatt viðnrót og mannúð í ölluin
greinum. — Börn hjónanna voru sjö 1) Ragnheiður Hrejna, um skeið
kennari og organisti á Húsavík. Lézt á Kristneshæli 34 ára. Var jarð-
sungin á Akureyri. 2) Sólveig Kristbjörg, húsfreyja á Blönduósi, fyrrv.
skólastjóri Kvennaskólans þar, gift Óskar Sövik, fyrrum rafveitu-
stjóra. 3) Ásbjörn, skólapiltur, dó ungur. 4) Jóhann Gunnar, tann-
læknir á Akureyri, kvæntur Halldóru Ingimarsdóttur frá Þórshöfn.
5) Ólafur, forstjóri á Akureyri, kvæntur Sigríði Hallgrímsdóttur frá
Akureyri. 6) Sigurður, forstjóri í Reykjavík. Lézt 1967. Var kvænt-
ur Sigríði Sigurðardóttur (Björnssonar frá Veðramóti). 7) Guðmund-
ur, lögfræðingur, deildarstjóri í forsætisráðuneytinu, kvæntur Krist-
ínu Claessen. — Benedikt Bjömsson lét af skólastjórn 1940. Lézt ári
síðar. Margrét settist þá að á Akureyri og bjó yngri sonum þar heim-
ili. A 70. aldursári fluttist hún til dóttur sinnar og tengdasonar á
Blönduósi og átti þar síðan ástúðlegt elliathvarf. Hún lézt á Héraðs-
hælinu á Blönduósi 3. okt. s.l. Var jarðsungin á Akureyri. — Margrét
Ásmundsdóttir var myndarkona, lundljúf, greind og bókhneigð.
Hún var, eins og maður hennar, mótuð af hugsjónum og félagshyggju
aldamótaáranna. Hún starfaði um áratugi í Kvenfélagi Húsavíkur
og var lengst af ritari þess. Ógleymanlegust er hún þó fyrir breytni
sína við skólabörnin. Ef eitthvað bjátaði á, ef þerra þurfti tár eða
jafnvel gera að smámeiðsli, var löngum horfið upp í litlu íbúðina á
skólaloftinu. Þar var Margrét. Allir vissu hverju þar var að mæta.
Hún var þeim öllum sem móðir.
Friðrik A. Friðriksson, fyrrum prestur á Húsavík.