Húnavaka - 01.05.1970, Side 182
180
HÚNAVAKA
ÆSUSTAÐAPRESTAKALL.
Ingibjörg Hólmfríður Sigtirðardóttir frá Steiná í Svartárdal, and-
aðist á Héraðshælinu á Blönduósi 28. júní. Hún var fædd 22. des.
1880 í Hringveri í Viðvíkursveit í Skagafirði. Foreldrar hennar voru
lijónin Sigurður Pálsson og Guðrún Jónsdóttir, sein þá bjuggu í
Hringveri. Fyrst framan af ævinni var hún hjá foreldrum sínum, en
fór svo snemma að vinna fyrir sér. Dvaldi hún á ýmsum bæjum í
Skagafirði. — Nokkur ár var hún á Sauðárkróki hjá frú Elínu
Briern, sem síðar var skólastýra Kvennaskólans í Reykjavík. Kom
Ingibjörgu það vel síðar í lífinu að hafa verið hjá frú Elínu, því að
dvöl liennar þar var á við vandað skólanám að ýmsu leyti.
Þegar Ingibjörg var 25 ára að aldri, fluttist hún frá Skagafirði að
Steiná. Þar hóf hún búskap með Sigurði Jakobssyni, sem þá var þar
búandi ekkjumaður. Þeim Ingibjörgu og Sigurði búnaðist vel.
Á árinu 1945 missti Ingibjörg Sigurð. Hafði þá Stefán sonur þeirra
tekið við búinu, ásamt konu sinni, Ragnheiði Jónsdóttur. Á þeirra
vegum var svo Ingibjörg allt til dánardags.
Þau Ingibjörg og Sigurður eignuðust 6 böm, sem öll eru á lífi, en
þau eru: Stefán, búandi á Steiná, Lilja, búsett á Akureyri, Pálmi, bú-
settur á Skagaströnd, Sigríður, búsett á Hólabaki, Sveinsstaðahreppi,
Friðrik, búsettur á Sauðárkróki og Jakob, búsettur á Hóli í Svart-
árdal. Áður hafði Ingibjörg eignast son, Pétur Pétursson, sem bú-
settur er á Höllustöðum í Svínavatnshreppi.
Ingibjörg var þrekmikil kona, bæði andlega og líkamlega. Hún
var vel lynt, enda leit hún yfirleitt á bjartari hlið lífsins og vílaði
aldrei, þótt á móti blési. Hún hafði fallega rödd og svalaði oft til-
finningum sínum í söng. Með söng sínum og létta viðmóti gladdi
hún marga. Það var gott að vera í návist hennar. Þess vegna hændust
börn að henni, sem fundu hjá henni vorhlýju æskunnar í söng og í
tali, því að hún reyndi eftir megni að gefa börnum gott veganesti út
í lífið.
Theódór Hallgrímsson frá Tungunesi í Svínavatnshreppi andað-
ist á Héraðshælinu á Blönduósi II. febrúar. Hann var fæddur 13.
september árið 1900 í Tungunesi. Foreldrar hans voru Hallgrímur
Kristjánsson og Elísabet Erlendsdóttir, Guðmundssonar, hjón búandi