Húnavaka - 01.05.1970, Page 184
Fréttir og jróhleikur
VEÐRÁTTAN 1969.
í ársbyrjun var ágætt til jarðar,
mjög snjólítið og allir vegir vel
íærir. En fljótlega kólnaði nokk-
uð, j)ó að jörð liéldist góð tim
sinn. Upp úr miðjum janúar
setti niður töluverðan snjó, og
hríðaði þá daglega meira og
minna um vikutíma. Olli þessi
snjógangur nokkrum samgöngu-
truflunum, sérstaklega í útsveit-
um.
Síðan stillti til og voru oft
frosdiörkur á þorranum. Tt'tk
þá nokkuð að harðna til jarðar.
A seinni hluta þorra og fyrri
hluta góu var illviðra- og um-
hleypingasamt og veðrabreyting-
ar tíðar. Þann 5. marz gerði hið
versta veður, fyrst slyddu af
suðri eða suðvestri, en snerist
síðan til norðurs með snjókomu.
Var veðurhæð afar mikil, en
ekki að sama skapi mikil úr-
koma. Veður þetta olli veruleg-
um skemmdum, sérstaklega þó
á Akureyri, en hér í sýslu tók
sumstaðar járnplötur af hús-
þökurn.
Áfreða gerði í þessum um-
hleypingum, og var mjög jarð-
lítið um tíma. Fé var lítið beitt
og lirossum nokkuð gefið. Sam-
göngur voru yfirleitt greiðar,
enda ekki fannfergi. Hafís kom
upp að Vestfjörðum og Norður-
landi á útmánuðum og lá fram
á vor. Var hann oft til tafar, en
lokaði siglingaleiðum ekki til
lengdar.
Um miðjan marz lilánaði og
kont upp næg jörð. Var frekar
mild veðrátta á einmánuði, en
kólnaði nokkuð í bili um pásk-
ana. Vorið var í kaldara lagi og
sérstaklega úrkomulítið. Nætur-
frost voru aHmikil fyrst í maí,
en hret ekki teljandi. Ekki var
hægt að segja að regn kæmi úr
lofti á sumrinu, fyrr en vika var
liðin af júní. Að sjálfsögðu greri
því afar seint, og báru ær á ihúsi
að mestu leyti. Var þeim gefið
allan maí, og tvílembum fram í
júní. Hey gáfust víðast lwar
upp, en lítið var um að bændur
kæmust í heyþrot. Sauðburður