Húnavaka - 01.05.1970, Síða 185
HÚNAVAKA
183
gekk vel og voru skepnuhöld
góð.
1 fyrri liluta júnímánaðar
varð gjörbreyting á veðráttnnni.
Komu þá samfelldar rigningar,
sem að stóðu linnulítið allt til
veturnótta. Tekið var til við vor-
yrkju, og þeim lokið af um miðj-
an júní. Sæmileg hlýindi voru
samfara úrkomunni, svo að gras-
spretta varð ágæt, víðast hvar.
Óhemjumikill arfi var í kal-
skellum fyrri ára, en nýjar kaJ-
skemmdir ekki teljandi.
Heyskapur hófst yfirleitt um
miðjan júlí, en sumstaðar
nokkru fyrr. Gekk hann aifar
seint vegna óþurrkanna. Nokkr-
ir góðir þurrkdagar komu þó
um mánaðamótin júlí—ágúst, og
náðist þá upp töluvert af góðum
heyjum. En síðan var ekki um
að ræða nema þurrkflæsur dag
og dag. Hröktust hey mikið og
gras spratt úr sér, því að flestir
drógu sláttinn á langinn í von
um samfelldan þurrk. Sérstak-
lega í Þingi og Vatnsdal áttu
bændur í erfiðleikum, þar sem
sumt af slægjulöndum fór undir
vatn, og óhægt um vik að kom-
ast að og frá öðrum vegna vatns-
elgsins. Dæmi voru til að tún
væru ekki slegin vegna bleytu.
Um réttir voru hey yfirleitt
komin í sæti, en afar mikið hey-
magn ókomið í garða. Var verið
að flytja inn hey fram undir vet-
urnætur, og kom jafnvel fyrir að
þan næðust ekki og yrðu úti.
Heyfengur var í góðu meðál-
lagi að vöxtum, en nýting afar
misjöfn. Lítilsháttar var selt af
heyi, úr héraðinn, til Suður- og
Vesturlands, þar sem óþurrkarn-
ir voru ennþá meiri.
Upp úr gangnahelgi kólnaði
um skeið, og snjóaði þá nokkuð.
Tók þó föl það fljótt upp.
Gangnamenn fengu dimmviðri
suma leitardagana, og smalaðist
því ekki vel í fyrstu göngum.
Slátrun hófst snemma í sept. og
reyndust dilkar í meðallagi væn-
ir. Lítið var gert af sumum
haustverkum, svo sem dreifingu
húsdýraáburðar, vegna úrfell-
anna.
Kýr voru teknar á gjöf um
veturnætur. Setti þá niður tölu-
verðan snjó, einkum í útsveit-
um, en inn til dala voru ekki
stórviðri. Var vestanátt ríkjandi
frá veturnóttum og fram í des-
ember, og fór hafís að nálgast
land í nóvember. Lónaði hann
þó frá er átt snerist til austurs.
Var tíðarfar fremur kalt og um-
hleypingasamt þennan tíma, þó
að snjór gæti ekki talist mikill.
Þegar kom fram í desember
stillti til, og var mild tíð til ára-
móta. Tekið var nokkuð að
versna á jörð, eftir umhleyping-
ana í nóvember, en á þriðja jóla-
dag hlánaði og batnaði þá mjög