Húnavaka - 01.05.1970, Side 186
184
HÚNAVAKA
víða til jarðar. Fé var yfirleitt
tekið á hús skömmu eftir vetur-
nætur, svo að búið var að gefa
því með meira móti á áramót-
um. Hrossajörð var góð og ekki
farið að taka neitt af þeim á lnis.
Samgöngur, það af var vetri,
sem bezt var á kosið.
Pétur Sigurdsson.
FRÉTTIR ÚR HÖFÐAKAUPSTAÐ.
Á vetrarvertíð í febrúar fóru
Auðbjörg og Helga Björg' til
róðra af Suðurnesjum og fiskuðu
vel.
Stígandi fór til Bolungarvík-
ur, til róðra, enda ógnaði ísinn
mönnurn.
Veiði á heimamiðum var góð,
einkum seinni hluta vertíðar, á
hinum minni bátum er hefma
voru og hinum stóra bát „Arn-
ari“, er kom í janúar og hóf tog-
veiðar í febrúar. En kaupandi
hans er hlutafélagið Skagstrend-
ingur. Stjórn þess skipa: Sveinn
Ingólfsson, oddviti, fonn., og
fram!kvæmdastjóri, Karl Bernd-
sen, vélsmiður, Guðmundur
Lárusson, trésmiður, Kristján
Hjartarson, verkam., og Guð-
mundur Jóhannesson, verkam.
Hluthafar eru Höfðahreppur og
hreppsbúar.
Skipið „Arnar“ er jámskip,
197 tonn og hefur verið afia-
sælt síidarskip. Var nú settur í
það útbúnaður til togveiða. All-
ar breytingar annaðist Vólaverk-
stæði Karls og Þórarins. Skipið
hóf fiskveiðar í febrúar, skip-
stjóri er Jón Guðjónsson frá
Ólafsfirði, en flestir skipverjar
eru úr Höfðakaupstað. Hefur
skipið stundað togveiðar síðan
og farið tvær söluferðir til Eng-
lands á haustvertíð og fengið
góðar sölur.
Á sumar- og haustvertíð réru
allir bátarnir írá heimahöfn og
voru flestir á togveiðum. Var
afli tregur, er á leið sumarið, en
glæddist nokkuð er haustvertíð
hófst og rnátti teljast allgóður,
er á sjó gaf; Vélbáturinn Guð-
jón Árnason hóf rækjuveiðar í
október, formaður er Sigurjón
Guðbjartsson frá Vík. Var þá
hið gainla frystihús á Hólanesi
opnað að nýju og rækjan unnin
þar. Verkstjóri Kristófer Áma-
son. Hrognkelsaveiði var stund-
uð eins og að undanfömu. Var
veiði góð og hækkandi verðlag
á hrognum. Stunduðu því fleiri
bátar þennan útveg- en áður.
Frystitæki voru sett í skipið
Helgu Björgu.
Frystihús h.f. Hólanes á
Skagaströnd tók til starfa í
febrúar, en það er nýtízku hús
með góðum vinnusal og kæli-
klefum. Er vélahagræðing hin
bezta í vinnslunni, þar á meðal