Húnavaka - 01.05.1970, Side 187
HÚNAVAKA
185
roðflettingarvél. Einnig er góð
kaffistofa fyrir verkafólkið.
Vinnsluafköst eru 12—18 tonn á
10 tíma vinnudegi, eru þá við
vinnu 45—50 manns. Afköst fara
eftir hráefni og meðferð þess í
framleiðslu. Þegar unnið var í
báðum frystihúsum félagsins í
sumar á Hólanesi og Skaga-
strönd, voru 50—60 manns í
þjónustu fyrirtækisins. Frysti-
hússtjóri á Skagaströnd er Sig-
urður Magnússon, Hólanesi.
Sjómannadagurinn var hald-
inn með venjulegum hætti 1.
júní. Hófst hann með skrúð-
göngu sjómanna til kirkju, en
þar messaði sr. Pétur Þ. Ingjalds-
son. Eftir hádegi fór hátíðin
fram á Hafnarhúsplaninu. Aðal-
ræðu dagsins flutti Jón Þor-
steinsson, alþingismaður. Þá
voru heiðraðir með silfurmerki
dagsins, Ingvar Jónsson, lirepp-
stjóri og Guðmundur Pétursson,
sjómaður. Hafa þeir um árabil
starfað í sjómannadagsráði.
Á síðastliðnum vetri héldu
k venf él agskonur vikulega
prjónafundi. Var þá prjé>nað og
sett saman prjónles, sem skyldi
fara í björgunarbáta þeirra fiski-
báta, sem gerðir eru út frá
Höfðakaupstað. Var þetta handa
36 manns, lambúshetta, prjóna-
nærföt, vettlingar og lopaleistar.
Var þessi fatnaður pakkaður í
Reykjavík í sérstakar umbúðir
(
Arnar siglir í is.
úr plasti og alk mölvarið. Gaf
kvenfélagið „Eining" í Höfða-
kaupstað alla vinnu, efni og
kostnað við þennan fatnað. Á
sj(>mannadaginn afhenti, frú
María Konráðsdóttir, hverri
skipshöfn sinn fatnað, en frú
María átti frumkvæðið að þessu
framtaki félagsins og var for-
maður bazarnefndar, sem ann-
aðist framkvæmdirnar. Kapp-
róður var á höfninni. Kepptu
fjórar bátshafnir, þar á meðal
frá Bakkafossi, er lá inni. Far-
andbikarinn hlaut sveit Jóns
ívarssonar á Helgu Björgu.
Tvær sveitir unglinga kepptu og'
í róðri og sigraði sveit Gylfa
Sigurðssonar, stýrimanns. Hlaup
og reiptog vair og einnig vair
keppt í knattspyrnu.
Viðgerð lét K. H. fara fram á
verzlunarhúsum þeim, er áður