Húnavaka - 01.05.1970, Page 189
HÚNAVAKA
187
Basarnefnd Kvenjélagsins Einingar. Frá vinstri: Dómhildur Jónsdóttir, Maria
Konrúðsdóttir og Soffia Siguröardóttir.
lagnir Páll Þorfinnsson. Vél-
smiðja Karls og Þórarins setti
upp lofthitunarkerfi og smíðaði
öll handrið. Húsið tekur í sæti:
niðri 180 manns, en uppi 70.
Hurðir off klæðningu innanhúss
smíðaði Trésmiðjan Fróði,
Blönduósi.
Heyfengur var á liðnu sumri
6000 hestar. Slátrað í sláturhúsi
kaupfólagsins 10 þúsund fjár, fé
var sæmilega vænt. Nú eru á
fóðrum 1600 fjár, 12 kýr og
hrossaeign 100.
í skólanum eru alls 104 nem-
endur, 71 í barnaskóla og 33 í
unglingaskóla. Skólinn fékk nýtt
kennslutæki, myndvörpu. Kenn-
arar eru hinir sömu, en ný
kennslukona hefir bæut við, frú
Edda Erlendsdóttir, frá Dals-
mynni í Biskupstungum.
Sundkennari við sundlaugina
var Lárus Ægir Guðmundsson,
stúdent, er útskrifaðist af
íþróttakennaraskóla íslands í
vor. Hann kenndi og utanhúss-
íþróttir í sumar.
Hólaneskirkja fékk nýja hurð
úr harðvið, gefna af fermingar-
börnum frá 1928 og Sigurði
Scilvasyni, kaupmanni. Þá var
kirkjunni gefinn messuhökull
með stóla, enskur, rómönsk
gerð. Handsaumaður, grunnur
rauðrósótt damask, en krossinn
allur gullbalderaður og stafirnir
J. H. S. Hökull þessi er í tölu
slíkra gripa, er flytjast nú beztir
til landsins. Hökullinn er gefinn