Húnavaka - 01.05.1970, Qupperneq 190
188
HÚN AVAKA
til minningar um Þóreyju Jóns-
dóttur frá Brúarlandi, (f. 22. 6.
1900, d. 29. 12. 1965) af sóknar-
búum og heitfé kirkjunnar.
Árni Sigurðsson frá Höfnum
gaf Hofskirkju grafskrift með
skrautletri yfir Árna Sigurðsson,
bónda í Höfnum, f. 7. marz
1835, d. 17. júlí 1886. Er hún í
Ijóðurn, ort af Hans Natanssyni
á Þóreyjarnúpi.
Kvenfélagið Hekla gaf tvo
altarisstjaka til minningar um
Guðbjörgu Kristmundsdóttur,
Tjörn og 90 ára afmæli Önnu
Tómasdóttur, Víkum.
Sunnudagaskóli var eftir
messu í Hofs- og Höskuldsstaða-
kirkjum, en annan hvom su-nnu-
dag í Hólaneskirkju, alilan vet-
urinn. Kennarar, auk prests,
Páll Jónsson, Margrét Konráðs-
dóttir og Dómhildur Jónsdóttir.
Hvíldarvika, eða orlofsvika,
var fyrir aldrað fól'k á Vest-
inannsvatni. Tveir sóttu það af
Skagaströnd og létu vel af.
Æskulýðsfélag Hólanesikirkju
var stofnað 22. maí 1969. Stjóm
þess skipa: Sigríður Gestsdóttir,
Pálfríður Bjarnadóttir og Aðal-
heiður Másdóttir.
Fjórir prestar sýslunnar sóttu
hinn almenna kirkjufund á Ak-
ureyri 24.-26. september og 4
leikmenn úr Höskuldsstaða-
prestakalli. Meðal annars flutti
Dómhildur Jónsdóttir þar er-
indi: ,,Konan í safnaðarstarf-
inu“. Aðalmál fundarins var um
sóknarnefndir.
Héraðsfundur Húnavatns-
prófastsdæmis var haldinn á
Tjörn á Vatnsnesi 31. ágúst.
Messur voru á Tjörn, þar þjón-
uðu sr. Pétur Þ. Ingjaldsson og
sr. Jón Kr. ísfeld, og í Vestur-
hópshólum, en þar þjónuðu sr.
Gísli Kolbeins og sr. Árni Sig-
urðsson. Erindi fluttu Ingvar
Jónsson, Skagaströnd, „Starf fyr-
ir gamla fólkið“ og sr. Gísli Kol-
beins, „Æskulýðsstarf“. I skýrslu
prófasts sagði, að 3192 íbúar
væru í prófastsdæminu, 8980
kirkjugestir á árinu 1968, rness-
ur 198, altarisgestir 177.
Sóknarnefndir og prestshjón-
in, sr. Róbert Jack og frti Vigdís
Jack, tóku af mikilli rausn á
móti fundarmönnum.
Pétur Þ. Ingjaldsson.
HEIMSÓKN FORSETA ÍSLANDS
í AUSTUR-HÚNAÞING, 16. ÁGÚST
1969.
Þann 16. ágúst voru mættir ár-
degis kl. 11, við Gljúfurárbrú,
sýslumaður Húnaþings, Jón ís-
berg, ásamt konu sinni, Þórhilldi
ísberg, sýslunefnd og fleira
fólki.
Var þessi flokkur Húnvétn-
inga kominn til þess að fagna
forsetalijónunum, herra Krist-