Húnavaka - 01.05.1970, Side 191
HÚNAVAKA
189
jáni Eldjárn og frú Halldóru
Eldjárn.
Voru í fylgd með þeim for-
setaritari, Árni Gunnarsson frá
Æsustöðum, og kona hans, Guð-
rún Björnsdóttir.
Eftir móttökurnar var ekin
hringferð um Vatnsdal og síðan
haldið til Blönduóss, en þar beið
hádegisverður forsetah jónanna
á sýslumannssetrinu.
Kl. 2 héldu forsetahjónin til
Höfðakaupstaðar, ásamt sýslu-
manni og sýslunefndarmanni,
Ingvari Jónssyni. Var staðnæmzt
við Hólaneskirkju. Þar var
margt manna að taka á móti for-
setahjónumum. Meðal þeirra
voru sveitarstjóri, Þorfinnur
Bjarnason, hreppsnefnd og pró-
fastur, Pétur Þ. Ingjaldsson.
Lítil stúlka, Lilja Guðjónsdótt-
ir, færði forsetafrúnni blóm-
vönd.
Eftir að sveitarstjóri ha'fði
kynnt fóllkið fyrir forsetahjón-
unum, var gengið í kirkju. Þar
bauð prófastur forsetahjónin
velkomin og sagði nokkuð frá
staðnum, Lirkju og ströndinni.
Lárus Guðmundsson flutti
forseta kvæði.
Er gengið var frá kirkju, var
ekið út á Spákonufellshöfða og
notið hins dýrðlega útsýnis,
fram til dala Húnaþings, norð-
ur á Strandir og yfir Höfðakaup-
stað, til Spákonufellsborgar.
Þar flutti ágrip af sögu kaup-
staðarins Páll Jónsson, fyrrver-
andi skólastjóri. Var síðan hald-
ið til Blönduóss.
Kl. 4 hófst hin opinbera mót-
taka fyrir forsetann og konu
hans í Félagsheimilinu. Var þar
mættur fjöldi Húnvetninga,
ásamt sýslumanni, Jóni ísberg,
er var í hátíðabúningi embættis-
ins.
Biðu menn forseta í anddyri
Félagsheimilisins og er hann
kom, gengu forsetahjónin ásamt
sýslumannshjónunum um og
heilsuðu fólkinu, en lítil stúlka,
Nína Rós ísberg, færði forseta-
frúnni blómvönd.
Var þá gengið í salinn, en þar
biðu manna veitingar.
Lárus Sigurðsson, bóndi á
Tindum, stjórnaði hófinu. Aðal-
ræðuna flutti Jón ísberg, sýslu-
maður, fyrir minni forsetans, er
var hin sköridegasta. Frú Hulda
Stefánsdóttir mælti fyrir minni
forsetafrúarinnar.
Þá færði Elsa Sigurgeirsdóttir,
Blönduósi, form. S. A. H. K.
með stuttri ræðu frú Halldóru
Eldjárn íslenzkt herðasjal að
gjöf frá húnvetnskum konum,
gjört af Jóhönnu Jóhannsdóttur
á Svínavatni.
Ennfremur fluttu ræður þeir
Magnús Ólafsson á Sveinsstöð-
um, form. U. S. A. H. og sr. Pét-
ur Þ. Ingjaldsson, prófastur.