Húnavaka - 01.05.1970, Side 194
192
HÚNAVAKA
Næst cm ráðgerð hús á Húsavík
og Selfossi. Þar á eftir gæti
Rlönduós komið, ef við viljum
og þá gætu framkvæmdir ef til
vill hafizt á árinu 1971. Vonir
standa til að óafturkræft fram-
lag fáist til þessara endurbygg-
inga.
— Hvað vilt þú segja um
framtíðina?
— Ég er bjartsýnn. Þó vil ég
benda á nokkur atriði varðandi
landbúnaðinn, sem þarfnast úr-
bóta.
í fyrsta lagi þarf að gera hey-
verkun öruggari. í öðru lagi er
nauðsyn að bæta bústofninn
með kynbótum og fóðrun. í
þriðja lagi verður að koma betra
og ódýrara skipulagi á fóður-
bætissölu. Tilraun hefur þegar
verið gerð með að flytja laust
korn hingað á Blönduós og gef-
izt allvel, en mitt takmark er að
hægt verði á hausti komanda að
tafka mest allt fóðurkorn laust.
Til þess að svo megi verða, þarf
að koma upp í sumar aðstöðu til
þess að taka á móti lausu korni
úr flutningaskipum á hagkvasm-
an og ódýran hátt.
Að endingu vil ég leggja
áherzlu á að við samvinnumenn
stefnum að sem beztri þjónustu
og hagstæðustum rekstri og'
breytingum í samræmi við kröf-
ur tímans.
2. Starfsemi fclaganna.
Rekstur Kaupfélags Húnvetn-
inga var svipaður og árið 1968,
en velta félagsins varð töluvert
meiri og er nú komin yfir 100
millj. króna.
Brúttósala S.A.H. varð 159
millj. króna, þar af var sala
mjólkursamlagsins 62 millj. kr.
Slátrun hjá S.A.H. hófst 11.
september og var slátrað um 51
þús. fjár á Blönduósi og Skaga-
strönd. Meðalþungi dilka reynd-
ist 14.22 kg., sem er 0.8.8 kg.
minna en haustið 1968.
Flest fé lagði inn Gísli Páls-
son á Hofi, eða 764 kindur,
meðalþyngd dilka hans var
14.70 kg. Þrír bændur aðrir
lögðu inn yfir 500 fjár. Björn
Páksson, Ytri-Löngumýri, 649
kindur, meðalþ. 14.51 kg., Jósef
Magnússon, Þingeyrum, 602
kindur, meðalþ. 14.49 kg. og
Guðmundur Jónasson, Ási, 594
kindur, meðalþ. 14.66 kg.
Innlögð mjólk á árinu 1969
var 3.303.376 kg., sem er um 6%
minna magn en 1968. Meðal-
fita reyndist vera 3.68%.
Mest mjólkurmagn lögðu eft-
irtaldir bændur inn: Jóhannes
Torfason, Torfalæk, 66.775 kg.
með 3.80% fitu. Ingvar Þorleifs-
son, Sólheimum, 64.228 kg. með
3.81% fitu. Guðmundur B. Þor-
steinsson, Holti, Svínadal,
58.590 með 3.60% fitu. Kristján
S. Á. ].