Húnavaka - 01.05.1970, Síða 195
HÚNAVAKA
193
Sigfússon, Húnsstöðum, 55.199
kg. með 3.85% fitu. Jón og
Zóphónías Pálmasynir, Hjalla-
landi, 54.614 kg. með 3.59%
fitu. Feitasta mjólk, sem barst
frá einstökum innleggjanda var
frá Jónasi Halldórssyni, Leys-
ingjastöðum, hún var 3.98%
feit og lagði hann inn 50.061 kg.
Flokkun mjólkur batnaði nokk-
uð á árinu.
Á aðalfundi samvinnufélag-
anna var Jón S. Baldurs fyrrv.
kaupfélagsstjóri kjörinn heið-
ursfélagi þeirra.
SKÁKFRÉTTIR.
I. Skdkþing Húnvetninga 1969.
Annað Skákþing Húnvetninga
var haldið í Víðihlíð dagana 30.
marz og 4. apríl. Ungmenna-
félagið Víðir í Víðidal sá um
mótið. Keppendur voru 14 og
tefldar 6 umferðir eftir Monrad-
kerfi. Skákstjóri var Albert
Pálmason. Mótið fór vel fram og
var oft fjörlega teflt. Skákmeist-
ari Húnvetninga 1969 varð Jón
Torfason, Torfalæk, með 51/2
vinning. í öðru til þriðja sæti
urðu Jónas Halldórsson, Þingi,
og Þór Valtýsson, Reykjaskóla,
með 4j4 vinning hvor. 4. varð
Magiiús Sveinbjömsson, Víði-
dal, með 3VÍ vinning og 5. varð
Eyjólfur Eyjólfsson, Vatnsnesi,
einnig með 3J4 vinning.
II. Hraðskáhrnót Húnvetninga
1969.
Fyrsta Hraðskákmót Húnvetn-
inga var háð á Blönduósi 1. maí
1969. Keppendur voru 18 og
sigraði gestur mótsins, Frey-
steinn Þorbergsson, með 15j4
vinning, en annar í röðinni varð
Jón Torfason með 14 vinn. og
varð hann þannig fyrsti Hrað-
skákmeistari Húnvetninga. Jón-
as Halldórsson varð í þriðja sæti
á mótinu með 13j/2 vinn. 4. Jón
Hannesson með 13 vinn. og 5.
Baldur Þórarinsson með 12
vinn.
III. Sveitakeppni Austur-Hún-
vetninga.
Sveitakeppni Austur-Húnvetn-
inga 1969 fór fram í marz og var
teflt heima og heiman, en síð-
asta umferð á Blönduósi. 4 sveit-
ir tóku þátt í keppninni og sigr-
aði sveit Blönduóss með 10
vinninga af 12 mögulegum.
Önnur varð sveit Torfalækjar-
hrepps með 6 vinninga og í
þriðja til fjórða sæti Sveinsstaða-
hreppur og Svínavatnshreppur
með 4 vinninga. í sigursveitinni
voru Jón Hannesson á 1. borði,
Baldvin Kristjánsson á 2. borði,
Þorsteinn Sigurjónsson á 3.
borði og Þórarinn Þorleifsson á
4. borði. Þeir Baldvin og Þórar-
inn sigruðu á sínum borðum,
unnu allar sínar skákir. Á fyrsta
13