Húnavaka - 01.05.1970, Page 198
196
HÚNAVAKA
og hefur jafnan verið fjölsótt.
Sóknarpresturinn sr. Árni Sig-
urðsson veitir skólanum for-
stöðu og frú Sólveig Sövik organ-
isti kirkjunnar aðstoðar.
Stúlknakór á vegum Æsku-
lýðsfélags Þingeyraklausturs
starfaði eins og á fyrra ári. Söng
m.a. við'hátíðarmessu á aðfanga-
dag á Héraðshæli Húnvetninga.
Stjórnandi kórsins er Jónas
Tryggvason.
Félagsstörf.
Æskulýðsstarf á vegum nokk-
urra félagasamtaka á Blönduósi
hófst í nóv. sl. Starfað hefir ver-
ið í tveim stúlknaflokkum. Leið-
beinandi er Steinunn Pálsdóttir
handavinnukennari Kvenna-
skólans. Unnið var m. a. að jóla-
gjöfum, er stúlkurnar færðu
aldraða fólkinu á Héraðshælinu.
Ætlunin er að drengjaflokkar
taki til starfa síðar í vetur, er
leiðbeinandi fæst til starfsins.
„Opið hús“ hefir verið eins og
áður hálfsmánaðarlega í Félags-
heimilinu, þar sem unglingar 12
ára og eldri hafa komið saman
við leik, spil og hljómlist á mið-
vikudagskvöldum. Aukið var
nokkuð við leiktæki á árinu.
Erlingur Karlsson leikfimis-
kennari hefir veitt starfseminni
forstöðu. Hafa unglingarnir
jafnan sýnt mikinn áhuga og
fjölmennt þessi kvöld.
FRÉTTÍR ÚR ENGIHLÍÐARHREPPI.
Sá einstæði atburður gerðist hér,
að veturgömul gimbur, er geng-
ið hafði af síðastliðinn vetur,
fannst skammt frá Gautsdal 1.
desember sl. Þessi kind hafði
sézt í fyrrahaust, skammt frá
Yztagili, þá lamb. Mjög erfið-
lega hefur gengið að fá hana til
þess að læra átið. Telja menn
þetta muni vera algert einsdæmi
að lömb hafi gengið af heilan
vetur í þessum fjallgarði. Eig-
andi gimbrarinnar er Rögnvald-
ur Ámundason, Vatnahverfi.
Ungmennafélagið hélt tvo
fundi á árinu. Einnig stóð það
fyrir „félagsvistum“ og voru þær
vel sóttar. Á íþróttamótum, sem
haldin voru á Hvammseyrum,
hafði félagið á hendi sölu á
sælgæti o. fl. Félagar æfðu
íþróttir töluvert yfir sumartím-
ann og tóku þátt í mótum
U.S.A.H. Þá kepptu þeir við
U.M.F. Bólstaðarhlíðarhrepps í
knattspyrnu.
Valgarður Hilmarsson.
ÓSMENN EIGA SÉR STUTTA SÖGU.
Hljómsveitin Ósmenn á Blöndu-
ósi hóf fyrst að leika fyrir dansi
vorið 1967 og starfaði þá aðeins
til hausts það árið. Þá voru með-
limir hennar þeir Sigurður Bald-
ursson trommuleikari, Sigurður