Húnavaka - 01.05.1970, Page 199
HÚNAVAKA
197
Hermannsson sólógítarleikari og
söngvari, Matthías L. Sigur-
steinsson rithmagítarleikari og
söngvari, Þórir Jóhannsson
orgel- og harmonikkuleikari,
einnig aðstoðaði hann við söng-
inn og Pétur Hjálmarsson bassa-
leikari og söngvari. Um sumar-
mál hættu þeir Sigurður Her-
mannsson og Matthías. Þá var
Hannes Sigurgeirsson frá Stekkj-
ardal ráðinn gítarleikari.
Um áramót 1968 og 1969 var
nafnið Ósmenn endurvakið,
þegar Þórir Jóhannsson, Hauk-
ur Asgeirsson gítarleikari, Bald-
ur Jónsson trommuleikari og
söngvari og Guðmundur Víðir
Vilhjáhnsson gítarleikari og
söngvari stofnuðu hljómsveit á
Blönduósi. Tveinr mánuðum
síðar hætti Guðmundur Víðir,
en í hans stað kom sem bassa-
leikari og söngvari Pétur Hjálm-
arsson. Hann hafði þá nýlega
hætt í Geislum frá Akureyri.
Þannig var hljómsveitin skipuð
allt til janúarloka 1970, en þá
hætti Baldur. Páll Valgeirsson
tók hans sæti sem trommari. Pál
er áreiðanlega óþarfi að kynna
fyrir þeim Islendingum, sem
fylgzt hafa með músí'kmálum
hér á landi. Hann var trommu-
leikari með unglingahljómsveit-
inni Tempo frá Reykjavík og nú
síðast með sextett Ólafs Gauks.
Um hljómsveitina Ósmenn er
það annars að segja, að enginn
er öðrum hærra titlaður. Við
vinnum allar hugmyndir saman,
þar sem gott samkomulag og
áhugi fyrir músíkinni er efst í
öllum meðlimunum. Nú í vetur
höfum við keppzt við að flytja
dansmúsík fyrir alla aldurs-
flokka og ætlunin er að lialda
þeirri stefnu.
H. H.
TRÉSMIÐJAN FRÓÐI H.F.,
BLÖNDUÓSI.
Megin verkefni fyrirtækisins á
sl. ári var heimavistarskólinn að
Reykjum við Reykjabraut, en
þeim hluta hússins, sem búið er
að taka fyrir, var lokið á árinu.
Einnig má nefna læknisbústað
á Blönduósi, frágang símstöðvar-
húss á sama stað, ásamt ýmsum
öðrum smærri verkefnum.