Húnavaka - 01.05.1970, Page 200
198
HÚNAVAKA
Á sl. ári flutti fyrirtækið í
nýtt húsnæði, sem er þó enn í
byggingu, en a£ því er búið að
steypa npp tvær hæðir og taka
neðri hæðina í notkun.
Við það breyttist öll aðstaða
mjög til batnaðar og má þar t. d.
nefna afar fullkomin spónlagn-
ingartæki, þannig að nú er hægt
að framleiða spónlagðar inni-
hurðir, þiljur á loft og veggi og
margt fleira.
Þess má geta að á liðnu ári
voru afhentar á þriðja hundrað
innihurðir með körmum og
gerektum og um 200 ferm. af
spónlögðum þiljum, sem annars
hefði verið keypt utanhéraðs.
Hjá fyrirtækinu starfa nú 12
smiðir og 2 rafvirkjar, auk þess
allmargir lausamenn eftir því
sem verkefni eru fyrir hendi.
í júnímánuði sl. opnaði fyrir-
tækið verzlun, sem staðsett er í
norðurenda nýbyggingarinnar
við Þverbraut, aðallega er verzl-
að með byggingarvörur, heimil-
istæki, húsgögn o. fl.
Framundan er svo að ljúka
nýbyggingunni eftir því sem
tími vinnst til frá öðrum verk-
FRÁ LÖGGÆZLUNNI.
Árið 1969 er eitt mesta óliappa-
ár hér í sýslu, sem skýrslur sína,
hvað snertir umferðannál á veg-
um úti. Aldrei hafa lögreglunni
borizt jafn mörg é>höpp, hvað
snertir steinkast í rúður bifreiða.
F.r þetta athyglisverðast fyrir
það, að nú er ofaníburður á vegi
að mestu harpaður og strangt
eftirlit með því, að bifreiðar séu
með aurhlífar.
Hvað veldur? Um það má
lengi deila, en skoðun undirrit-
aðs er þessi:
1. Ökumenn víkja of seimt,
liver fyrir öðrum, er þeir mætast.
2. Of mikill hraði ökutækja
við mætingu.
3. Einnig of snögg eldsneytis-
gjöf til vélar, þar sem orka vél-
anna liefur stóraukizt á síðustu
árum og við slíka inngjöf á elds-
neyti fríhjólar bifreiðin, en
heldur ekki jöfnu viðnámi á
veginum.
4. Þá ber ökumönnum að
gæta sín við mætingu, ef bifreið-
ar þeirra eru á grófriffluðum
hjólbörðum.
Skráð eru 96 tilfelli um
árekstra og annað skylt því, á
liðnu ári. Einnig gerast oft mörg
slík óhöpp, er koma hvergi á
skýrslur hjá lögreglunni.
Aðrir skráðir atburðir hjá lög-
reglunni voru 164. Þá voru
skráðir 83 dansleikir á árinu í
lögsagnarumboðinu og skiptust
þannig á milli samkomustaða:
Blönduós 21, Húnaver 16. Ás-