Húnavaka - 01.05.1970, Page 201
HÚNAVAKA
199
byrgi 16, Víðihlíð 12, Hvamms-
tangi 8, Höfðakaupstaður 7, Ás-
brekka 1, Hamarsbúð 1 og
Tunguskáli 1.
Þann 30. nóvember sl. var
fyrsti opinberi dansleikurinn
haldinn í hinu nýja félagsheim-
ili Höfðakaupstaðar, „FELLS-
BORG“.
Það er álit löggæzlumanna að
vínneyzla á dansleikjum fari
vaxandi og er það engum til
sóma. Þó hafa afskipti löggæzlu-
manna af samkomugestum farið
minnkandi. Eitt ber Húnvetn-
ingum skylda til að virða betur
en gert er, ungum sem gömlum,
og það er passaskyldan. Forráða-
menn unglinga eru þar sízt betri
en unglingarnir sjálfir. Það hef-
ur oft upplýst að forráðamenn
eða foreldri unglingsins hafa
vitað, er unglingurinn hefur far-
ið að heiman á auglýstan opin-
beran dansleik, þar sem honum
er bönnuð innganga og látið það
afskiptalaust og sjálfsagt, ef hon-
um tækist að komast inn. Slíkt
fólk er ekki fært um uppeldi
barna sinna og þyrfti að með-
höndlast af dómsvaldinu. Þetta
fólk er ekki að styðja löggæzlu
eða dyraverði í starfi og metur
einskis settar reglur þar um, sem
eiga að verða unglingnum til
góðs á meðan hann er að þrosk-
ast og mótast. Harmar löggæzlan
slíkt skilningsleysi, þegar fólk
stuðlar að því að láta skrá börn
sín og unglinga í skýrslur lög-
reglunnar.
Hjdlmnr Eypórsson.
FRÁ SLYSAVARNADEILDINNI
„BLÖNDU" Á BLÖNDUÓSI.
Ekki hefur þurft að kalla út
björgunarsveit deildarinnar á
liðnu ári, til leitar að týndu
fólki og mega það teljast góðar
fréttir. Áhugamenn deildarinn-
ar vinna stöðugt að því að efla
björgunarsveitina, búa hana
ýmsum tækjabúnaði, fjölga sjálf-
boðaliðum og efla þekkingu
meðlima sveitarinnar á meðferð
hinna ýmsu tækja. Margt er að
vísu eftir ennþá. En nú er samt
útbúnaður orðinn þannig, að
æfingar geta farið að hefjast af
fullum krafti og þær æfingar,
sem teknar hafa verið, gáfu góða
raun.
Sá dagur er kominn að við
teljum björgunarsveitina færa
um að annast og skipuleggja
leitir, þótt við misjafnar aðstæð-
ur sé. Leitin er þá þannig upp-
byggð, að aðalstöð veit alltaf
hvar hver leitarmaður er stadd-
ur, ef eitthvað út af ber.
Nú hefur björgunarsveitin
eignazt þak yfir starfsemi sína og
búnað, en þar þarf mikið að lag-
færa, svo að hús það geti komið
að því gagni og þjónað þeim til-