Húnavaka - 01.05.1970, Síða 202
200
HUNAVAKA
gangi, sem ætlazt er til. Með því
framtaki öðlast björgunarsveitin
meiri fótfestu og meðlimir
hennar geta náð betnr saman.
Góðir sýslubúar. Ég hefi áður
lýst því að svæði það, sem
nefndri björgunarsveit er ætlað
að spanna yfir er innan sýslu-
marka Húnavatnssýslu, allt frá
sjó að jöklum, samkvæmt
ákvörðun Slysavarnafélags ís-
lands. Gerum okkur það ljóst að
engin keðja er sterkari en veik-
asti hlekkur hennar er. Svo að
allir hlekkir verði jafnsterkir
þarfnast slysavarnadeildin
Blanda meira fjármagns en hún
hefur yfir að ráða í dag. Slysa-
vamadeildin vill taka með lh,lý-
hug í hverja útrétta liönd, sem
vill vinna að eflingu hennar og
annarra slysavarna í sýslunni.
Það eru vinsamleg tilmæli til
ykkar allra að þið eflið hana
fjárhagslega með framlögum.
Það þarf ekki að vera stórt frá
hverjum einum, en margt smátt
getur gert .eitt stórt.
Athugum eftirfarandi: Með
uppbyggingu björgunarsveitar
er hverjum meðlim hennar gert
ljóst, að hann verður að sinna
útkalli, hvernig sem viðrar, ef
formaður sveitarinnar telur það
fært. Hver einstaklingur sveitar-
innar, sem hefur tekið slíkt starf
að sér, kemur fram sem sjálf-
boðaliði. Þess vegna þarf slysa-
varnadeildin að sjá um að hann
sé vel útbúinn og styðja að
öryggi hans, svo að vænta megi
að starf hans geti borið árangur,
þótt móti blási. Þeir sem vilja
styðja raunhæft að málurn þess-
um og leita frekari upplýsinga,
snúi sér til undirritaðs lösresrlu-
þjóns.
Hjdlmar Eypórsson.
FRÁ UNGMENNASAMBANDI
AUSTUR-HÚNAVATNSSVSLU.
Starfsemi U.S.A.H. var allmikil
á liðnu ári og með líku sniði og
undanfarandi ár. Verður hér
drepið á það helzta, sem gert
var.
Húnavakan hófst annan dag
páska. Leikfélag Blönduóss
sýndi sjónleikinn „Húrra
krakki“ eftir Arnold og Bach, í
þýðingu Emils Thoroddsens.
Leikstjóri var Tómas R. Jóns-
son. Ungmennafélagið Fram á
Skagaströnd sýndi sjónleikinn
„Klerkar í klípu“ eftir Philips
King. Leikstjóri var Birna Blön-
dal. Ungmennasambandið sá
um sína árlegu dagskrá, sem
nefndist Húsbændavaka. Hjálp-
arsveit skáta á Blönduósi sýndi
revíukábarett. Karlakór Bólstað-
arhlíðarhrepps skemmti með
kórsöng og sjónleiknum „Annar
hvor verður að giftast“. Leik-