Húnavaka - 01.05.1970, Side 204
202
HÚNAVAKA
gefinn af Rafveitu Sauðárkróks.
Einnig sigraði U.S.A.H. keppni
við U.S.V.H., sem fer fram sam-
tímis. Fyrir nokkrum árum gaf
Byggðatrygging h.f. farandbikar
til þessarar keppni, en U.S.A.H.
vann hann til eignar sumarið
f968. í sumar gaf Byggðatrygg-
ing h.f. annan bikar til keppn-
innar. í reglugerð með bikarn-
um segir að um hann skuli
keppa þar til annað liðið hafi
sigrað þrisvar. Þá hefur það lið
unnið hann til eignar.
Nokkrir keppendur fóru frá
sambandinu á Meistaramót
Norðurlands, sem haldið var á
Akureyri og stóðu sig með ágæt-
tim.
Tveim keppendum var boðið
til Reykjavíkur á Unglingamót
Frjálsíþróttasambands íslands.
Eins og sjá má af þessu var
íþróttalíf innan sambandsins all-
gott á liðnu ári og vonandi verð-
ur það ekki minna á þessu ári.
I sumar kemur í hlut sam-
bandsins að sjá um þriggja sam-
banda-keppnina og okkur stend-
ur til boða að taka hingað heim
í héraðið Meistaramót Norður-
lands í frjálsum íþróttum, ef við
getum boðið upp á nægjanlega
góða aðstöðu fyrir slíkt mót.
Von okkar er sú að þetta megi
tákast, því að við erum vissir um
að marga hér í sýslu fýsir að sjá
alla helztu frjálsíþróttakappa
Norðurlands keppa. Einnig von-
umst við til að mót sem þetta,
haldið í héraðinu, verði okkar
íþróttafólki hvatning til ötulla
æfinga og þá betri undirbún-
ings undir Landsmót U.M.F.Í.,
sem haldið verður á Sauðárkróki
sumarið 1971.
Knattspyrna var nokkuð
stunduð á sambandssvæðinu á
liðnu sumri. Lið sambandsins
tók þátt í þriðju deildarkeppni
K.S.Í. og keppti við lið Skag-
firðinga og Siglfirðinga.
Tæplega 30 manna hópur fór
á vegurn sambandsins í land-
græðsluferð á Auðkúluheiði.
Landgræðsla ríkisins lagði til
fræ og áburð. Einnig greiddi
hún ferðakostnað. Borið var á
sömu spildurnar og í fyrra auk
þess sem sáð var í ný svæði til
að hefta yfirvofandi uppblástur.
Héraðsþing sambandsins var
haldið á Hótel Blönduósi 11.
maí. 32 fulltrúar sátu þingið auk
stjórnar sambandsins og gesta,
sem voru Guðjón Ingimundar-
son, Sauðárkróki, varaformaður
U.M.F.Í., Sigurður Guðmunds-
son, Leirá, stjórnarmaður
U.M.F.Í. og Ólafur Óskarsson,
formaður U.S.V.EI. Formaður
sambandsins, Kristé>fer Krist-
jánsson, flutti skýrslu stjórnar.
Síðan hvatti hann félagana til
virkari þátttöku í félagsstarfinu,
en gat þess að hann gæfi ekki