Húnavaka - 01.05.1970, Síða 205
HÚNAVAKA
203
kost á sér við formannskjör, sem
fram átti að fara síðar á þinginu.
Gestir þingsins fluttu ávörp
og þingfulltrúar ræddu málefni
sambandsins. Marsrar tillögrur
voru samþykktar, sem mörkuðu
stefnu sambandsstjórnar á árinu.
Núverandi stjórn sambandsins
skipa: Magnús Ólafsson, Sveins-
stöðum, formaður, Jón Ingi
Ingvason, Skagaströnd, varafor-
maður, Stefán Á. Jónsson, Kag-
aðarhóli, ritari, Ottó Finnsson,
Blönduósi, gjaldkeri og Valur
Snorrason, Blönduósi, með-
stjornandi.
M. Ó.
(■'JPBÍNAMUBANKI
Vfy ISLANDS
FRÁ ÚTIBÚINU Á BLÖNDUÓSI.
Heildarinnstæðufé í árslok 1969
var kr. 71 millj. og hafði aukizt
á árinu um 29%.
Útlán í árslok voru 94.5 millj.
með afurðalánum meðtöldum
og höfðu aukizt um 16%.
Innkomnir vextir voru 6.6
millj. en greiddir vextir 4.2
millj.
Að loknum afskriftum voru
kr. 385 þús. lagðar í varasjóð,
sem nú nemur kr. 1.4 millj.
Færslur á árinu voru 52 þús.
og höfðu aukizt um 19.5%.
Helzta framkvæmd ársins var
bygging seðlageymslu í banka-
húsinu að ósk Seðlabanka ís-
lands.
FRÁ FÉLAGSHEIMILINU
Á BLÖNDUÓSI.
Á árinu 1969 var starfsemi Fé-
lagsheimilisins margþætt að
vanda. Sýndir voru sjónleikir og
kvikmyndir, haldnir dansleikir,
árshátíðir, söngskemmtanir og
spilakvöld. Leikfélag Bliinduóss
sýndi sjónleikinn „Húrra
krakki“ við góðar undirtektir.
Leikfélag Reykjavíkur sýndi
„Þegar amma var ung.“ Leik-
félag Akureyrar sýndi „Popp-
söngvarann“ og Leikfélag Skaga-
fjarðar sýndi „Mann og konu.“
Öll þessi félög fengu góðar und-
irtektir, en aðsókn varð léleg
nema hjá Leikfélagi Blöndiuiss
en á sýningar þess, sem voru 3,
munu um 650 manns hafa horft
á. Kvikmyndasýningar árið 1969
urðu alls 130 og voru bíógestir
rúmlega 10.600, sem verður að
teljast all gott sé það haft í huga
að sjónvörp munu nú vera kom-
in á flest heimili á Blönductsi og
nokkuð víða í sveitum. Æsku-
lýðsnefnd Blönduóss hafði opið
hús fyrir börn og unglinga hálfs-
mánaðarlega veturinn 1969, og
var það vel sótt. Einnig hafa
mörg félög og félagasamtök