Húnavaka - 01.05.1970, Page 206
204
HÚNAVAKA
lialdið fundi sína og þing í Fé-
lagsheimilinu á árinu t. d. hélt
Samband ungra Sjálfstæðis-
manna landsþing sitt þar og
sóttu það á annað hundrað full-
trúar víðsvegar af landinu.
FRÁ SÝSLUSKRIFSTOFUNNI
Á BLÖNDUÓSI.
Árið 1969 voru útborgaðar bæt-
ur Almannatrygginga í A.-Hún.
20.4 millj. kr. Útborgaður elli-
lífeyrir nam 10 millj. og 650
þús. kr. Örorkulífeyrir var 2.9
millj. kr.
Greiddar voru í fjölskyldu-
bætur 3.3 millj. kr. og fæðingar-
styrkir námti 530 þús. kr., en
fæðingar voru 52 talsins.
FRÁ VEIÐIFÉLAGINU „BLANDA“.
Sú breyting varð á rekstri Veiði-
félagsins „Blanda“ á árinu, að
leigusamningur var gerður við
félag nokkuira stangveiðimanna
í Reykjavík um veiðiréttindi í
Svartá, og gildir sá samningur í
þrjú ár. Er það sami háttur og
viðhafður er um flestar veiðiár
héraðsins, að leigja þær félögum
stangveiðimanna til nokkurra
ára. Nokkur undanfarin ár hef-
ur stjórn veiðifélagsins sjálf haft
á hendi sölu veiðileyfanna beint
til einstakra stangveiðimanna í
þessari á.
Við Svartá er nú verið að
byggja vandað veiðimannahús,
þar sem í eru fjögur herbergi,
stofa og eldhús, auk snyrtiher-
bergis og forstofu. Hús þetta er
nú fokhelt og verður fullgert
fyrir veiðitíma næsta vor.
Rúmlega 10 þúsund sjógöngu-
laxaseiðum var sleppt í Svartá á
síðasta sumri og er það talsvert
meira magn en nokkru sinni
fyrr. Síðastliðin þrjt'i ár hefur
slíkum stórum seiðum verið
sleppt í Svartá, og standa nú
vonir til að mikils árangurs fari
að gæta af þessari ræktunarstarf-
semi, sem talin er hafa mikla
yfirburði umfram sumaröldu
seiðin.
P. P.
FRÁ BÚNAÐARSAMBANDI AUSTUR-
HÚNAVATNSSÝSLU.
Starfsemi búnaðarsambandsins
var í svipuðu formi og áður.
Ræktunarvélarnar voru að
vinnu á meðan tíð leyfði og
gengu truflanalítið. Bygginga-
vinnuflokkurinn var starfrækt-
ur, en minni verkefni lágu fyrir
en oftast áður. Þess vegna voru
færri fastráðnir menn í starfi en
venjulega. Hvorttveggja er, að
bændur sjá ekki annað fært en
að gæta mikillar varíiðar í fjár-
festingu, sökum alvarlegs
ástands í efnahagsmálum, og