Húnavaka - 01.05.1970, Page 207
HÚNAVAKA
205
auk þess hefur mikið áunnizt í
uppbyggingu peningshúsa á
undanförnum árum og því frek-
ar fært að fresta framkvæmdum
í bili.
Búfjárræktarstöðin á Blöndu-
ósi, sem undanfarin ár hefur
verið rekin sem sameign bún-
aðarsambandanna í Skagafjarð-
ar- og Húnavatnssýslum, hætti
starfsemi sinni í árslokin, í því
formi, sem hún hefur starfað
undanfarin ár. Eftirleiðis munu
búnaðarsamböndin láta fram-
kvæma sæðingarnar, hvert í sínu
umdæmi, og kaupa sæði frá
Djúpfrystisæðingastöðinni á
Hvanneyri, sem er eign Búnað-
arfélags íslands. Þessi nýja
tækni, að djúpfrysta nautasæði,
gerir það fært að geyma sæðið
þar til nautin hafa verið af-
kvæmaprófuð. Eftirleiðis verður
því aðeins notað sæði úr af-
kvæmaprófuðum úrvalsnautum.
Þessi tækni, og hagnýting henn-
ar, er mjög mikilsvert atriði í
kynbótastarfseminni.
P. P.
FRÁ VEIÐIFÉLAGI VATNSDALSÁR.
í Vatnsdalsá veiddust á síðast-
liðnu sumri 430 laxar sem er
nokkru minna en árið 1968 en
þá veiddust 560 laxar. Allmikið
af silungi veiddist bæði árin.
Árið 1968 var sleppt 10 þús.
gönguseiðum í ána en 12 þús.
var sleppt síðastliðið sumar. Von
manna er sú, að þessar aðgerðir
stuðli að aukinni veiði á kom-
andi árum.
Leigutaki Vatnsdalsár er Eng-
lendingurinn Mr. J. A. Cooper,
en 'hann greiðir £ 7.000 á ári í
leigu. Auk jress leggur hann all-
mikla fjárhæð á ári til fiski-
ræktar í ánni.
MANNFJÖLDI í AUSTUR-
HÚNAVATNSSÝSLU.
Fyrsta desember 1969 voru sýslu-
búar 2358. Á Blönduósi voru
697 íbúar, í Höfðakaupstað 532
og í sveitum 1129 íbúar.
íbúar
Áshreppur ................ 157
Sveinsstaðahreppur ...... 142
Torfalækjarhreppur ....... 157
Svínavatnshreppur ........ 164
Bólstaðarhlíðarhreppur ... 199
Engihlíðarhreppur ........ 121
Vindhælishreppur ......... 83
Skagahreppur ............. 106
LEIÐRÉTTING.
Leiðrétting við Húnavöku, 9.
ár, 1969. Viðtal við Guðbrand
ísberg: Á bls. 95 stendur í línu
15—14 að neðan: „sonur Hann-
esar, prests á Prestsbakka," á að
vera Staðarbakka.