Húnavaka - 01.05.1970, Side 210
208
HÚNAVAKA
hreppur og Engihlíðarhreppur,
en utan samstarfsins eru: Vind-
hælishreppur og Skagahreppur.
Skólinn rúmar nú þegar um
80 nemendur í heimavist en í
skólastofur 120. En þótt skólinn
hafi hafið starfsemi er enn eftir
að reisa stóra áfanga í uppbygg-
ingu skólasetursins s. s. eina af
þrem megin álrnurn sjálfs skóla-
hússins er rúma á íþróttasal,
mötuneyti, íbúðir starfsfólks og
fl. Þá er óbyggt sérstakt hús fyr-
ir skólastjóra, 40 nemenda
heimavistarhús fyrir unglinga,
bílskúrar og síðast en ekki sízt
sundlaug staðarins. Eins og er
búa starfsstúlkur skólans í hús-
næði sem ætlað er til annarra
hluta í framtíðinni, en mötu-
neyti hefir verið komið fyrir í
handavinnustofum í kennslu-
álmu skólans.
Byggingarkostnaður nemur
nú um 35 millj. kr. og hefir rík-
issjóður greitt 75% samkvæmt
gömlu skólakostnaðarlögunum
en sveitarfélögin 25%. Byrjað
var á byggingu skólans síðsum-
ars árið 1965, að undangenginni
samkeppni arkitekta og úrskurði
kjörinnar dómnefndar um til-
lögur þær, alls tíu, er fram
komu.
Samkeppnina vann ungur
Reykvíkingur, Björn Ólafs, sem
var að ljúka námi út í París og
var hann ráðinn arkitekt við
bygginguna en honum til að-
stoðar var um tíma frk. Sigur-
laug Sæmundsdóttir, arkitekt í
Reykjavík, en Hróbjartur Hró-
bjartsson arkitekt, Reykjavík,
hefir annazt störf Björns, nú um
eins árs skeið þar sem Björn 'hef-
ir aftur horfið til starfa í Parísar-
borg. Verkfræðistörf hefir
Hönnun og Raftækni s.f.,
Reykjavík, annazt.
Aðalverktaki við byggingar-
framkvæmdir hefir Fróði h.f.,
Blönduósi verið, en yfirsmiður
Einar Evensen byggingameist-
ari, Blönduósi, sem einnig hefir
haft á hendi aðalumsjón með
öllum framkvæmdum. Aðrir
verktakar hafa verið: Bjarni Ó.
Pálsson, pfpulagningarmeistari,
Reykjavík, annaðist pípulagnir,
Páll Þorfinnsson, rafvirkjameist-
ari, Höfðakaupstað, raflagnir,
Haraldur Hróbjartsson og'
Ragnar Guðmundsson, múrara-
meistarar úr Skagafirði, múr-
verk og Guðbjartur Þ. Oddsson,
málarameistari, Blönduósi,
málningu.
Bygginganefnd skólans er
skipuð oddvitum þeirra hreppa
er að skólanum standa, þeim
Bjarna Ó. Frímannssyni, Jóni
Tryggvasyni, Guðmundi B. Þor-
steinssyni, Torfa Jónssyni,
Baldri Magnússyni og Grími
Gíslasyni, er verið hefir formað-
ur nefndarinnar.