Húnavaka - 01.05.1970, Síða 211
HÚNAVAKA
209
Á sl. sumri auglýsti bvgginga-
nefnd eftir tillögum um nafn á
skólann, en endanlegt val nefnd-
arinnar varð nafnið Húnavellir
og hefir það hlotið staðfestingu
menntamálaráðuneytisins, sem
framtíðarnafn skólasetursins.
Sérstakt tillit var tekið til þess
við val á nafni skólans að óþæg-
indi höfðn reynzt af rugáingi
milli skólans að Reykjum í
Hrútafirði og að Reykjum á
Reykjabraut um ýmis erindi er
þessa húnvetnzku skóla varðaði.
Með hinu nýja nafni Húnavel'l-
ir er væntanlega komið í veg
fyrir framangreindan rugling,
en að öðru leyti ekki rætt um
skiptar skoðanir héraðsbúa um
hið nýja nafn.'
Fyrsta skólanefnd Húnavalla
hefir verið kosin og er skipuð
fulltrúum þeirra hreppa er að
skólanum standa: Úr Engihlíð-
arhreppi Sigurði Þorbjömssyni,
bónda, Geitaskarði. Úr Ból-
staðarhlíðarhreppi Pétri Haf-
steinssyni, bónda, Hólabæ. Úr
Svínavatnshreppi Þórði Þor-
steinssyni, bónda, Grund. Úr
Torfalækjarhreppi Stefáni Á.
Jónssyni, bónda, Kagaðarhóli.
Úr Sveinsstaðahreppi Baldri
Magnússyni, bónda, Hólabaki
og úr Áshreppi Gísla Pálssyni,
bónda á Hofi. Formaður nefnd-
arinnar er stjómskipaður, Torfi
Jónsson, bóndi á Torfalæk.
14
í samræmi við gildandi lög-
gjijf hafa aðeins fimm nefndar-
manna atkvæðisrétt á fundum
en tveir sitja hjá eftir fyrirfram
ákveðnum reglum.
Fyrsta starfslið Húnavalla er
þannig skipað:
Skólastjóri: Sturla Kristjáns-
son frá Dalvík.
Kennarar: Haukur Magnús-
son frá Brekku í Þingi, Hafþór
Sigurðsson frá Reykjavík og Vil-
borg Pétursdóttir frá Miðhúsum
í Þingi.
Ráðskona mötuneytis er
Björk Kristófersdóttir úr Árnes-
sýslu, en aðrar starfsstúlkur:
Ingibjörg Jóhannesdóttir úr
Skagafirði og Ingibjörg Guð-
mundsdóttir og Guðrún Kon-
ráðsdóttir, báðar úr Húnaþingi.
Reikningshaldari og gjaldkeri
skólans er Grímur Eiríksson
fyrrv. bóndi í Ljótshólum í
Svínadal.
Starfsemi Húnavalla hefir far-
ið vel af stað og skal skólanefnd,
skólastjóra og öðru starfsliði
óskað hamingju og heilla í starfi.
Hér skal nota tækifæri og sagt
frá að nokkrir tæknilegir gallar
hafa komið fram við gluggabún-
að Húnavalla, þannig að hann
reynist ekki nógu traustur mið-
að við mestu veður á staðnum.
Verður allt gert til þess að bæta
þar um og er það nú í athugun
sérfræðinga.
/