Húnavaka - 01.05.1970, Síða 214
212
HÚNAVAKA
myndin er sú að vinna að því að
reist verði raforkuver, þar sem
hagstæðast sé að virkja vatnsafl
í kjördæminu. Raforkumálin
eru flestum málaflokkum mikil-
vægari, því að aukin raforka er
skilyrði fyrir vaxandi iðnaði á
þessu svæði.
Þá var lýst yfir óánægju með
skipun atvinnumálanefnda, þar
sem Norðurl.kjördæmi vestra
var eina kjördæmið, sem ekki
fékk sérstaka nefnd og enginn
fulltrúi úr Húnaþingi átti sæti
í þeirri nefnd, er átti að starfa
fyrir Norðurland allt. Setti sýslu-
nefnd fram kröfu um að fá tvo
menn, úr Húnaþingi, er mættu
sitja fundi nefndarinnar með
málfrelsi og tillögurétti. Nú hef-
ur verið fallizt á þessa kröfu og
tveir slíkir fulltrúar fengizt.
Gróðurvernd var á dagskrá og
gaf fonnaður gróðurverndar-
nefndar, Guðmundur B. Þor-
steinsson, Holti, skýrslu um störf
hennar en ekki talið rétt að gera
ákveðna samþykkt í þeim mál-
um, þar sem ný lög um gróður-
vernd o. fl. áttu að taka gildi 1.
júlí. Var óskað að sveitarstjórnir
tækju málið fyrir og skiluðu
áliti eftir umræður heima í
hreppunum fyrir næsta sýslu-
fund.
Þá var samþykkt að stefna að
því að koma á fót heilsuverndar-
stöð í héraðinu.
ÞAU STJÓRNA SKÓLUNUM.
Skólarnir eru hvarvetna einar
mikilvægustu stofnanir í þjóð-
félaginu. Starf þeirra leggur
grundvöllinn að menntun æsku-
fólksins. Þess vegna ber að efla
þá og styðja, skapa samhug um
starf þeirra, svo að jrað verði já-
kvætt og unga fólkinu til far-
sældar. Þeir sem stjórna þeim,
jmrfa í rnörg horn að líta. Starfs-
dagurinn er æði oft langur og
strangur.
Margir gera sér ekki ljóst,
hvað mikið starf er unnið innan
skólaveggjanna. Þess vegna var
gengið á fund þeirra, er stjórna
j)ví starfi í fjórum skólum hér
í sýslu og leitað frétta.
S.
Stutt viðtal við frú Aðalbjörgu
Inguarsdóttur, forstöðukonu
Kvennaskólans á Blönduósi.
Hvað eru margar námsmeyj-
ar í skólanum í vetur?
Þær eru 36 og er skólinn full-
skipaður með þeim fjölda.
Hvað takið þið ungar stúlkur
í skólann?
Aldurstakmarkið er 17 ára og
flestar eru stúlkurnar á þeim
aldri og upp að tvítugu.
Veitir próf frá skólanum ein-
hver réttindi?
Jú, skilyrði fyrir inngöngu í
Húsmæðrakennaraskólann er,