Húnavaka - 01.05.1970, Page 215
HÚNAVAKA
213
að sú sem þangað æskir inn-
göngu, hafi lokið prófi frá 'hiús-
mæðraskóla. Önnur réttindi
veitir nám við þennan skóla
ekki, enda er aðal áherzlan lögð
á þær námsgreinar, sem eru góð
undirstaða fyrir hverja unga
stúlku, áður en hún fer að hugsa
um eigið heimili.
Hvernig er náminu hagað?
Námsefnið skiptist í fjóra
flokka. Þeir eru: matreiðsla, hús-
stjórn, saumar og vefnaður.
Helmingur námsmeyja byrjar
að haustinu nám í tveim fyrst-
nefndu flokkunum, en þeir eru
kenndir samtímis. Svo er fjórð-
ungur námsmeyja í saumum og
fjórðungur í vefnaði. Síðan er
skipt þannig að allar eru jafn-
lengi í hverjum flokki. Jafnhliða
þessu eru kenndar bóklegar
greinar, svo sem íslenzka, nær-
ingarefnafræði, heilsufræði,
heimilishagfræði, uppeldisfræði
og raunar fleiri námsgreinar.
Hvað kennið þið í íslenzku?
Þar sem námsmeyjar eru mjög
mislangt á veg komnar, þegar
þær koma í skólann, er aðal
áherzlan lögð á réttritun og
einnig eru þær látnar skrifa rit-
gerðir. Svo eru bókmenntir
kynntar til að reyna að auka
áhuga námsmeyja á þeim.
Hvað eru margar kennslukon-
ur við skólann?
Auk mín kenna þrjár fast-
Aðalbjörg Inguarsdóttir,
forstöðukona.
ráðnar kennslukonur. Einnig
kenna þrír stundakennarar. Svo
er söngkennari um stuttan tíma
í skólanum á hverjum vetri.
Hvernig er télagslífi í skólan-
um háttað?
Það eru kvöldvökur í liverri
viku. Nemendur sjá um
skemmtiefni á þeim einu sinni
í mánuði. Önnur kvöld eru lesn-
ar sögur, kvikmyndir eru sýndar
eða annað, sem til fellur haft til
skemmtunar. Fyrir hátíðar höld-
um við litlu jól og árshátíð skól-
ans er seinni hluta vetrar. Tóm-
as R. Jónsson 'hefur verið mjög-
hjálplegnr við æfingar og al'la
uppsetningu árshátíðarinnar og
ýmsir hafa aðstoðað við annan
undirbúning hennar. Fjórum til