Húnavaka - 01.05.1970, Page 219
HÚNAVAKA
217
Er það ekki mikið atriði fyrir
íbúa Skagastrandar að hér sé
starfrækt landsprófsdeild?
Jú, það er mikið atriði, því
að það er mjög dýrt að senda
nnglingana í burtu. Ég tel því
hagkvæmara fyrir alla hér að
hreppurinn taki á sig heldur
stærri hluta af rekstri deildar-
innar, en hún verði látin falla
niður.
Hvað eru nemendurnir marg-
ir í skólanum í vetur?
Þeir eru 104, en fyrir 10 árum
þegar flest var í skólanum voru
hér 150 nemendur. Síðan hefur
atvinna minnkað og fólk flntt
burt.
Fara allir í landsprófsdeildina
Jón Púlsson,
skólastjóri.
eftir að þeir hafa lokið skyldn-
náminu?
Já, því að nú orðið er það skil-
yrði fyrir inngöngu í iðnskóla
að nemandi hafi lokið miðskóla-
prófi. Það próf er heldur léttara
en landspróf, og oftast um helm-
ingur nemendanna, sem tekur
það. Hinir taka landspróf.
Hvernig er félagslífi í skól-
anum háttað?
Hér eru stundum kvöldvökur,
sem nemendur sjá um og svo er
einu sinni á vetri árshátíð. Þar
er sýndur ieikþáttur ásamt
fleiru. Formaður skólanefndar-
innar, Bernódus Ólafsson, æfir
leikina og vinnur mjög gott
starf við undirbúning skemmt-
ananna. í fyrra sýndu nemend-
ur þátt úr „Pilti og stúlku.“ Þá
eru dansæfingar öðru hvoru í
skólanum. Undanfarna vetur
hafa verið haldin spilakvöld og
taflæfingar, en það hefur e'k'ki
enn orðið af slíku í vetur, enda
minni áhugi síðan sjónvarpið
kom.
Hvernig áhrif telur þú sjón-
varp hafi á börn?
Ég tel að foreldrarnir þurfi að
skammta, hve rnikið börnin
mega sjá. Sumar myndir eru
góðar, en aðrar eru að mínu viti
allt of hrollvekjandi fyrir börn-
in. Auk þess held ég það sé mjög
óhollt að horfa stöðugt á sjón-
varpið. Annars vona ég og mín