Húnavaka - 01.05.1971, Blaðsíða 11
ÁSGEIR L. JÓNSSON:
Parf öll þjóbin aá setjast
á skólabekk?
Þetta eri)idi er að tnestu leyti tekið satnan i desember 196S og var
útvarpað dagana 11. og 18. júli 1969.
I.
Líklega er ekkert málefni jafnstöðugt á dagskrá meðal almennings
í einhverri mynd eins og fjármál þjóðarinnar í lieild, þ. e. rekstur
þjóðarbúsins, rekstur ýmissa fyrirtækja og afkoma einstaklinga.
Flestir hafa eitthvað um þetta að segja, annað Iivort frá sjálfum
sér eða öðrum. Sjaldan lieyrast nýmæli borin fram, en flestir hafa
yfir einhverju að klaga. Andstæðingar ríkisstjórna á hverjum tíma
hafa kennt þeim um flest, sem að hefur verið, en fylgismenn sakað
Guð og náttúruna, nema ef fyrrverandi ríkisstjórn hefur þótt liggja
vel við höggi, svo að erfðasynd megi um kenna. Stjórnmálaflokk-
amir hafa hver um sig allgóða afsökun. Enginn þeirra virðist vera
fullábyrgur, því að enginn þeirra getur myndað meirihluta ríkis-
stjórn. Til þess nú að bjarga því, sem bjargað verður, taka tveir
flokkar, sjaldan fleiri, liöndum saman og mynda stjórn. Hvor um sig
veit réttu leiðina, en þó að ótrúlegt sé, þá stefna þær aldrei í sömu
átt. Það verður því að semja um einhverja millileið, sem ávallt fer
fram hjá Róm.
Talið er, að sá, sem einu sinni kemst í ráðherrastól, vilji ófús yfir-
gefa hann. Þar með virðist líklegt, að sérhver ráðherra hljóti að
leggja sig fram eftir beztu getu að stjórna viturlega og réttlátlega.
Það mun þó sjaldan takast, að mati stjórnarandstöðunnar. Öllum
mönnum getur og yfirsézt, ráðherrum sem öðrum mönnum. En er
nú víst, að ávallt sé réttmætt að skella sérhverri skuld á viðkomandi
ríkisstjórn? Er ekki hugsanlegt, að þjóðin í heild kunni að vera með-
sek?