Húnavaka - 01.05.1971, Blaðsíða 59
HÚNAVAKA
57
inu. Þá á ég við, að kirkjan þurfi ekki að vera upp á náð alþingis
komin með fjárveitingar, og að æðsti maður hennar, biskupinn,
veiti þau embætti, sem til falla innan kirkjunnar.
Ég ræði ekki u.m trúna og lífsþrótt hennar eða að endurnýja lífs-
þrótt kirkjunnar. Það er meira efni en svo, að hægt sé að afgreiða
það með nokkrum setningum. Þó vil ég minna á alkunna tilvitnun
kirkjunnar og segja, að jeppabifreið, sem væri ágæt upp í afdal og
menn mundu meta mikils á þröngum götuslóðum, nyti ekki sömu
hylli eða vekti athygli á sama hátt suður á Reykjanesvegi.
Prestarnir voru einu sinni einu menntamenn jrjóðarinnar, sem
réðu ferðinni á þröngum vegi vanþekkingar á mörgum náttúru-
fyrirbrigðum, en kirkjan verður nú að keppa við fjölmarga aðila um
starfskrafta á breiðgötu vaxandi Jrekkingar á málum, sem áður var
liluti trúarinnar, og ekki er hægt að búast við arnsúgi af trúarflugi
kirkjunnar, þegar luin hefir verið vængstýfð í vinsemd af verndara
sínum og matmóður, hinu veraldlega valdi, alþingi og ríkisstjórn.
Þetta er ekki sagt í niðrandi merkingu, þróunin hefur stefnt í þessa
átt. Allt eða mest allt starf prestanna utan beinna starfa í þágu
kirkjunnar, hefir verið tekið af þeim. T. d. manntalið, og þá liafa
húsvitjanir við það lagzt niður, en það voru í raun mikil forrétt-
indi að geta fyrirvaralaust komið inn á heimili og gert athuga-
semdir um ástand þess. Laun presta voru ekki meiri þótt þeir
inntu þessi störf af höndum, en þetta voru störf, sem reiknað var
með og þurfti að taka tillit til við skipun í launaflokk. Nú heyrist
gjarnan Jretta viðkvæði, að prestar hefðu ekkert að gera og gætu
bara unnið með, og því miður hafa margir kirkjunnar þjónar fallið
í þá gröf, farið að vinna önnur störf jafnhliða prestsstarfinu, á sama
tíma og lærðir og leikir hafa ætlað að ærast út af samfærslu presta-
kalla, sem þá um leið yki starfsgrundvöll prestsstarfsins. Ég get um
þetta til þess að vekja athygli á, að margs verður að gæta, ef kirkjan
á að halda reisn sinni og stöðu.
Nú kann einhver að spyrja: Hvar á kirkjan að fá fé. Eiga söfn-
uðurnir að greiða prestinum og hverjir eíga að skipa presta?
Ef ég svara síðari spurningunni fyrst, þá lield ég, að flestir séu
óánægðir með núverandi kosningafyrirkomulag. Auðvitað verður
að vera hægt að losna við prest ef hann reynist óhæfur, en það er
ekki hægt nú, svo að engu breytti þar um, hvort kosningar falli