Húnavaka - 01.05.1971, Blaðsíða 264
262
HÚNAVAKA
verður einnig vélasalur sem er
11x15 m á stærð og lóðina kring-
um húsið á að jafna og girða með
hárri girðingu.
Þá höfum við rætt um það
helzta, sem gerðist á árinu. En
nú væri gaman að þú segðir okk-
ur lítillega frá, hvað er á döf-
inni í náinni framtíð?
Ef við lítum fyrst á það, sem
eftir er af því áætlunartímabili,
sem nú er, en það er hálfnað,
sést, að mjög lítið kemur í okkar
hlut. Það helzta er að í sumar
fáum við tvær millj. í Langadals-
veg, en ekki er hægt að gera mik-
ið fyrir það. T. d. er áætlað, að
ræsið hjá Breiðavaði kosti um
900.000.00 kr. Svo er einhver
smáfjárveiting í Svartárdalsveg,
sem líklega verður lögð í veginn
hjá Fjósum, en þar verður oft
ófært vegna snjóa. Árið 1972 eru
4 millj. lagðar í Langadalsveg.
Hins vegar veit maður ekki nema
þetta breytist eitthvað, en eins
og ég gat um áðan, er áætlunin í
endurskoðun í þinginu einmitt
þessa dagana.
Nú er einnig verið að vinna
að samgöngumálaþætti Norður-
landsáætlunar, en hann verður
fjármagnaður utan vegaáætlun-
ar. Væntanlega verður stórátak
gert í samgöngumálum þá er hún
kemst í framkvæmd, en það verð-
ur aldrei fyrr en að nokkrum
tíma liðnum.
Hvaða tillögur eru um vegi
hér í sýslu í þessari áætlun?
Tillögurnar voru fyrst lagðar
fram á þingi Fjórðungssambands
Norðurlands, sem haldið var á
Blönduósi í sumar. Þar var lagt
til að vegurinn frá Stað í Hrúta-
firði að Melstað yrði allur endur-
byggður og einnig vegurinn frá
Blönduósi um Langadal að Ból-
staðarhlíð. í öðru lagi var lagt
til, að tíu km kafli af veginum
milli Blönduóss og Skagastrand-
ar yrði endurbyggður. Þar er
hugmyndin að endurbyggja veg-
inn út Bakkabyggðina en laga
síðan snjóþunga og slæma staði
fyrir utan Laxá.
í sambandi við Langadalsveg
er það mín skoðun, að hann ætti
að leggja á bökkum Blöndu. Það
er hægt nema neðst í dalnum og
með því skemmdist miklu minna
land, en ef farið væri eftir tún-
unum endilöngum. Ef þessi áætl-
un kemst í framkvæmd og mikið
fé lagt til vegagerðar utan vega-
áætlunarinnar, yrði allt mikið
auðveldara. Þá gæti Vegagerðin
lagt allt sitt fé í aðra vegi, sem
væri þá hægt að endurbyggja, fyr-
ir utan það, hve miklu auðveld-
ara er að halda nýjum vegi við
en gömlum.
Þú minnist á vegaviðhald. Er
ekki erfitt að láta viðhaldsféð
endast til alls, sem gera þarf?
Jú, og það er alls ekki hægt.