Húnavaka - 01.05.1971, Blaðsíða 87
HÚNAVAKA
85
Foreldrar rnínir fluttu til Sauðárkróks árið 1924. Voru þeir faðir
minn og Jónas samtíða á Sauðárkróki um nær 15 ára skeið. Bjuggu
þeir lilið við hlið í sömu götu og mátti heita daglegur samgangur
milli heimilanna. Var kunningsskapur því mikill með fjölskyldun-
um og hélzt hann æ síðan, er hann var fluttur suður til Reykjavík-
ur.
Margs er því að minnast, er horft er til baka. Minningar, um-
leiknar birtu, um afburða mann, mikilhæfa konu hans, frú Han-
sínu, og börn þeirra og fósturbörn. Heimili þeirra á Sauðárkróki
var annálað myndarheimili, sem Skaglirðingar munu lengi minn-
ast.
Eigi er unnt að minnast læknisheimilisins á Sauðárkróki, án þess
að Rebekku Olafsdóttur sé þar að nokkru getið. En hún var Aust-
firðingur að ætt og fluttist með læknishjónunum að austan. Dvaldi
hún á heimili þeirra hjóna nær alla ævi og vann hin margvíslegustu
stcirf. M. a. aðstoðaði hún Jónas við uppskurði, oft við hin erfið-
ustu skilyrði, eins og margir Skagfirðingar minnast. Vann hún
mikið og gott ævistarf, sem halda mun nafni hennar á lolti.
Þegar á dvöl sinni í Skagafirði fór að bera á áhuga Jónasar fyrir
Náttúrulækningastefnunni og öðrum hollustuháttum í mataræði
og líkamsrækt. Minnist ég þegar á æskuárum, er Jónas læknir kall-
aði okkur unglingana á Sauðárkróki saman og stofnaði tóbaks-
bindindisfélagið, það fyrsta að ég hygg á íslandi. Voru fjallgöngur
og önnur útivera m. a. á stefnuskrá félagsins. Starfaði tóbaksbind-
indisfélagið um allmörg ár á Sauðárkróki. Hélt Jónas yfir okkur
háfræðileg erindi um skaðsemi tóbaksreykinga og náði ltann þegar
sterkum tiikum á okkur unglingunum með mildi sinni og sannfær-
ingarkrafti. Voru erindi þessi mjög merkileg og var hann langt á
undan samtíð sinni í þessu efni, því að Jónas læknir bendir einmitt
á svo margt í sambandi við skaðsemi tóbaksreykinga, sem rann-
sóknir síðari tíma eru nú um 30 árum síðar að staðfesta. Einnig
beitti hann sér fyrir mörgum öðrum framfara- og menningarmálum
á Sauðárkróki, m. a. stofnaði hann skátafélagið „Andvarar" og
vildi þannig stuðla að hollum þáttum í lífi æskufólksins. í viðskipt-
um sínum við unglingana var hann frjálslegur, skýr í framsetningu
og frásagnarmaður með ágætum.
Hann var um skeið í stjórn Kaupfélags Skagfirðinga og einn af
Stofnendum Framfarafélags Skagfirðinga og forseti í stjórn þess