Húnavaka - 01.05.1971, Blaðsíða 259
HÚNAVAKA
257
Núverandi formaður Lions-
klúbbsins er Sveinn Ellertsson,
mjólkurbússtjóri.
J. ísb.
STUTT FRÉTTAVIÐTAL.
í Félagsheimilið á Blönduósi
koma árlega margir gestir. Til að
fræðast örlítið um upp á hvað
fólki var boðið þar á liðnu ári,
heimsóttum við húsvörðinn,
Ragnar Inga Tómasson, og
spurðum hann nokkurra spurn-
inga.
Hvað voru margar kvikmynda-
sýningar á árinu?
Þær voru 122 og gestir alls
9.486, en það er 1200 sýninga-
gestum færra en árið áður.
Hvernig myndir sækir fólkið
helzt?
Mér virðast njósna- og stríðs-
myndir vinsælastar, svo og þekkt-
ar stórmyndir eins og t. d. Tízku-
drósin Millí, en mjög margir sáu
hana. Þá má geta þess, að við
sýndum Tónaflóð á árinu, en
stutt er síðan hún var sýnd fyrir
fullu húsi þrisvar í röð. Ennþá
komu mjög margir til að sjá
hana.
Er mismunandi eftir árstíma
hvernig aðsókn er?
Já, oftast hefur hún verið bezt
í október og nóvember, en jan-
úar var beztur á liðnu ári.
Var mikið um leiksýningar?
Nokkur leikrit voru sýnd. T.
d. sýndi Leikfélag Reykjavíkur
Tobaco Road, Leikfélag Akur-
eyrar Þið munið hann Jörund og
Leikfélag Sauðárkróks sýndi Lén-
harð fógeta. Þá voru nokkur leik-
rit sýnd á Húnavökunni. Leik-
sýningar þessar voru allvel sóttar.
En söngskemmtanir?
Þær voru þrjár. Hjá Karla-
kórnum Vökumenn, Karlakór
Bólstaðarhlíðarhrepps og Karla-
kór Selfoss. Allir voru kórarnir
með mjög góða dagskrá, en að-
sókn var hörmulega léleg. T. d.
komu aðeins ellefu á skemmtun
Selfyssinganna.
Er algengt að svo dræm aðsókn
sé að söngskemmtunum?
Já, því miður, Það virðist al-
gerlega vonlaust að bjóða Hún-
vetningum söngskemmtanir. Þeir
kunna alls ekki að meta slíkt,
hvernig sem á því stendur. T. d.
var það svo, þegar Samband
norðlenzkra karlakóra var með
mikla söngskemmtun hér fyrir
nokkrum árum, komu aðeins
sárafáir áheyrendur. Mér finnst
þetta hörmulegt og Húnvetning-
um til svo mikillar skammar, að
ég er hreinlega farinn að biðja
kóra, sem æskja að koma hingað,
að gera það ekki. Það er ekki
hægt að horfa upp á þá syngja
fyrir tómu húsi.
Hvað voru margir dansleikir
haldnir á árinu?
17