Húnavaka - 01.05.1971, Blaðsíða 227
HÚNAVAKA
225
heimleið síðla kvölds var komið
við á Breiðabólsstað á Skóga-
strönd. Var ferðin hin ánægjuleg-
asta.
Þann 27. marz, föstudaginn
langa, fór kirkjukórinn inn á
Héraðshælið á Blönduósi og söng
þar, en prestur hafði hugleið-
ingu. Veitti kórinn vistmönnum
elliheimilisins og sjúkrahússins
góðgjörðir.
Formaður kórsins er Þorgerð-
ur Guðmundsdóttir, organisti er
Kristján Hjartarson.
Sunnudagaskóli var eftir mess-
ur á Höskuldsstöðum og á Hofi,
en annan hvern sunnudag árdeg-
is í Hólaneskirkju. Kennarar,
auk prests, voru Páll Jónsson og
Dómhildur Jónsdóttir. Sunnu-
dagaskólinn bauð eldra fólki, síð-
asta sunnudag fyrir jól, til Hóla-
neskirkju og kirkjukórinn söng.
Sunnudagaskólabörn færðu öldr-
uðu fólki grenigreinar fyrir jól.
Stúlkur í Æskulýðsfélagi Hóla-
neskirkju færðu heimilum
sunnudagaskólabarna bakka, er
þær höfðu gert úr hörpudiskum.
Aðalfundur Æskulýðsfél. Hóla-
stiftis var haldinn á Dalvík 13.
sept. Þrír prestar úr sýslunni
sóttu hann og 2 fulltrúar Æsku-
lýðsfélags Hólaneskirkju.
Æskulýðssamband Hólastiftis
gekkst fyrir æskulýðsmóti í
Vatnsdalshólum dagana 4.-5.
júlí. Yfirstjórn mótsins höfðu sr.
Birgir Snæbjörnsson og sr. Þórir
Kr. Stephensen. Slógu þátttak-
endur tjöldum sínum á grænum
grundum syðst í Vatnsdalshól-
um, sunnan við Þórdísarlund, en
fyrir neðan er Flóðvangur. Veð-
ur var eigi sem ákjósanlegast, því
um tíma var rigning og stormur.
En ungdómurinn lét það ekki á
sig fá, enda var þátttaka góð. —
Fór þarna fram fánahylling, bæn-
arstund og umræðuhópar störf-
uðu um fíknilyf nútímans.
íþróttir voru þreyttar á völlun-
um hjá Undirfelli. Kvöldvaka
var í skólanum á Húnavöllum.
Messugjörð var í Þingeyrakirkju,
en þar sté í stólinn sr. Þórir Kr.
Stephensen, en sóknarpresturinn,
sr. Arni Sigurðsson, þjónaði fyr-
ir altari og lýsti hinu merka
kirkjuhúsi.
Lionsklúbbur Höfðakaupstað-
ar gaf bæjarbúum jólatré. Var
það reist, sem áður, á lóð skólans.
Jólatré þetta sendi vinaklúbbur
þeim hér, er það Lionsklúbbur-
inn í Skudeneshavn í Kormöj í
Noregi. Er þetta að mestu verk
Ole Omundsen, er dvaldist með
oss í áratugi, en hann er frá Kar-
möj.
Bókasafn Höfðahrepps lánaði
út 773 bækur. Fyrsti Landsfund-
ur íslenzkra bókavarða var í
Reykjavík 17.—20. sept. Sóttu
hann Pétur Þ. Ingjaldsson og
Dómhildur Jónsdóttir.
15