Húnavaka - 01.05.1971, Blaðsíða 80
78
HÚNAVAKA
sem fyrri kynslóðir skila til okkar. Það er okkar að varðveita slíkar
siigur, því að þær hafa yljað mörgum á skammdegisdögum, og þegar
„ytra herti frost og kyngdi snjó“. En margt bendir til þess, að slíkar
sagnir séu á „hverfanda hveli“. Þess má vænta, að komandi kynslóðir,
sem binda traust sitt svo mjög við tölvur og vélheila, hrindi frá sér
þessum aldagömlu fræðum. T. d. má nefna það í þessu sambandi,
að áður var það ýmislegt, sem trúað var í þessu sambandi við ein-
staka daga. Má þar nefna, að ef rigndi á degi Sjösofenda, mátti vænta
þess, að rigndi næstu sjö vikur.
Skal hér svo staðar numið, en þess eins getið, að heimildir mínar
að framanskráðu eru m. a. frá Jóni Sigurðssyni, „Nýrri sumargjöf"
1862, alfræðiorðabókum og almanökum.
Hreinlífi og frjósemi, sem segir sex.
Gísli Oddsson Skálholtsbiskup skrifaði rit, er út kom árið 1638 um furður ís-
lands. Það var ætlan hans, að útlendir menn gætu þar fengið fræðslu um land
og þjóð. — Um konur skrifar hann eftirfarandi fróðleik:
Ekki er laust við, að undrun sæti að til er hjá oss kvenfólk, sem er svo frábær-
lega hreinlíft, að í landinu er fjöldi guðhræddra meyja, sem aldrei hafa tekið i
mál að giftast, heldur staðráðið að vera meyjar af eintómri siðsemi. En svo eru
aðrar svo afar frjósamar, að þær verða vanfærar í hrumri elli, allt til fimmtugs
og sumar yfir sextugt. Enn er á lífi ættgöfug hefðarkona, sem hefur fætt 23
börn og voru það stundum tvíburar og þríburar.
Um brennivín úr Klausturpóstinum 1823.
Eigi það að valda sem minnstum skaða, þarf að brúka það spart og í hófi;
líka ríður mjög á, að það sé gott og ómengað, og að menn ekki kaupi í því
vatn fyrir vín eða ímenguð óholl, skemmd, skerpandi efni.