Húnavaka - 01.05.1971, Blaðsíða 217
HÚNAVAKA
215
Og þetta fór eins og hjá Bent
Larsen forðum, þegar hann hafði
ekki unnið skák í 8 umferðum í
röð. Þá sagðist hann vinna Petro-
sjan, og stóð við það.
Arið 1969 unnu svo norðan-
menn naumlega.
Arið 1970 unnu sunnanmenn
eftir jafna og spennandi keppni.
í vetur hófst starfsemin með
firmatvímenningskeppni. Keppt
var um bikar sem Sölufélagið gaf,
hinn mesta kjörgrip. 14 fyrirtæki
reyndu með sér, fi umferðir. Sig-
urvegari varð Hótel Blönduóss,
hlaut 1082 stig, keppendur Þor-
steinn Sigurjónsson og Sigurður
Þorsteinsson. í öðru sæti varð
Barnaskólinn með 1015 stig og í
þriðja sæti Búnaðarsambandið
með 1007 stig.
Þ. S.
FRÁ HJÁLPARSVEIT SKÁTA,
BLÖNDUÓSI.
Starfsemi Hjálparsveitar skáta,
Blönduósi, hefur einkennzt af
áhuga og góðum félagsanda á síð-
asta starfsári.
í H.S.S.B. eru nú 20 félagar.
Sveitin hélt 12 fundi á árinu,
auk aðalfundar, og voru þeir all-
ir vel sóttir, og sumir með ágæt-
um. Þá var og haldinn einn
skemmtifundur, og var konum
félagsmanna boðið á hann.
Sveitin var þrisvar sinnum
k(')lluð út til leitar, og einu sinni
til björgunar á s.l. ári. Ekkert af
þessum tilfellum reyndist alvar-
legt, sem betur fór. Okkur, sem
í H.S.S.B. erum,.þótti ánægjulegt
að sjá hvað allir félagarnir
brugðu fljótt og vel við í öll
þessi skipti. H.S.S.B. hefur kapp-
kostað, eftir efnum og' ástæðum,
að þjá 1 fa og útbúa meðlimi sína
senr bezt, þannig, að þeir geti
verið sem bezt undirbúnir fyrir
þau verkefni, sem sveitin er feng-
in til að vinna. H.S.S.B. vinnur
nú að smíði á stórri ljallabifreið
og er nú kominn verulegur skrið-
ur á það mál. Er unnið að yfir-
byggingu bílsins í Vélsmiðjunni
Vísir. Þessi bifreið á tvímælalaust
eftir að verða mjög gagnleg fyrir
héraðið á komandi árum. Ef hér
kynnu að verða stórslys, t. d.
vegna náttúruhamfara, eða sjó-
slys, mætti setja upp í bifreiðinni
sjúkrastofu til bráðabirgða á slys-
stað, os eins getur bifreiðin tekið
nokkra sjúklinga í körfum í einu.
Fjármagn J)að, sem H.S.S.B. hef-
ur áskotnazt, bæði af eigin ramm-
leik og eins vegna styrkja, sem
sveitin hefur hlotið, hefur að
miklu leyti farið í smíði þessarar
bifreiðar, og þó er enn langt í
land með að fullgera hana.
Við, félagarnir í H.S.S.B., horf-
um bjartsýnir fram á veginn og
stefnum ákveðið að því marki,
að gera H.S.S.B. að öflugri og vel