Húnavaka - 01.05.1971, Blaðsíða 130
128
HÚNAVAKA
Auk hinna venjulegu lestrarfélagsmála, unnu félagsmenn á skipu-
lagsbundinn hátt að samningu ritgerða um ýmiss almenn efni, sem
þá horfði helzt til umbóta. Var þannig hagað störfum, að í félaginu
var starfandi föst ritgerðanefnd. í byrjun hvers vetrar hafði stjórn
félagsins og ritgerðanefnd fund með sér, þar sem samdar voru
spurningar um ákveðin efni. Spurningar þessar voru svo fengnar
félagsmönnum til skriflegrar úrlausnar, einum eða fleirum hver
spurning. Þess skyldi gætt, að allir félagsmenn gætu tekið þátt í úr-
lausnunum.
Ritgerðirnar, svörin við spurningunum, voru svo lesnar á aðal-
fundum félagsins, sem á tímabili voru mjög vel sóttir. Urðu oft
töluverðar umræður um ritgerðirnar (ágrip af umræðunum er bók-
að í gerðabók félagsins), en þeim var svo jafnan, að umræðum
loknum, vísað til ritgerðanefndarinnar til frekari athugunar og
leiðréttingar eftir ábendingum félagsfundar. Lét ritgerðanefnd
færa flestar ritgerðirnar inn í sérstaka bók. (Ritgerðabók, sem mér
er ekki kunnugt um hvar er niður komin, ef hún er ekki með
öllu glötuð). Upp úr þessu starfi félagsins spratt svo ritið Húnvetn-
ingur, sem lestrarfélagið og búnaðarfélagið gáfu út 1857.
Hvað það var, sem fyrir forgöngumönnunum vakti með þessu
starfi, lýsir séra Hinrik Hinriksson á Bergsstöðum svo í ávarpsorð-
um sínum til lesenda Húnvetnings: „Þegar Búnaðar- og lestrarfé-
lagið var stofnað í Svínavatns- og Bólstaðarhlíðarhreppum, sáu fé-
lagsmenn að bezta ráðið til að vekja löngun manna eftir að lesa
nytsamar bækur, öðlast þekkingu á margs konar fræði og glæða
félagsandann með framfarakeppni, var það, að fá spurningar til úr-
lausnar".
Á aðalfundi félagsins á Syðri-Langamýri 13. apríl 1852 voru rit-
gerðir um átta ákveðin efni lesnar upp og teknar til meðferðar, og
þar á meðal ritgerð eftir sr. Þorlák Stefánsson í Bhindudalshólum,
svar við spurningu, sem félagið hafði fengið honum til meðferðar:
F.r nokkur nauðsyn að stofna verzlunarfélög?“
Ekki sést, að umræður hafi orðið um þessa ritgerð sr. Þorláks, enda
var hún framlögð í fundarlok, og virðist fundurinn hafa vísað henni
umræðulaust til ritgerðanefndar.
Nú er ómögulegt að segja hvað séra Þorlákur hefir lagt til í rit-
gerð sinni, en ritgerðanefndin komst að þeirri niðurstöðu á nefnd-
arfundi að Auðólfsstöðum 2. nóv. 1852, að tillögur hans „væru