Húnavaka - 01.05.1971, Blaðsíða 113
HÚNAVAKA
111
en víst er það, að þau nrðu mörgum minnisstæð og sameining sókn-
anna ekki sársaukalaus ýmsum hér í gamla Undirfellsprestakalli.
Þar sem nú var ekki lengur prestssetur á Undirfelli, var jörðin
byggð bóndanum Jóni Hannessyni, áður í Þórormstungu. Flutti
hann bú sitt að Undirfelli vorið 1907 og bjó þar samfleytt í 19 ár,
eða til vorsins 1926, er hann flytur aftur á eignarjiirð sína Þórorms-
tungu. Jón Hannesson var góður bóndi og rak bú sitt með myndar-
brag á Undirfelli og ekki verður sagt með sanni að hlutur Undir-
fells sem góðrar bújarðar, hafi neitt minnkað í hans búskapartíð.
Kona Jóns, Asta Hjarnadóttir, var mesta höfðingskona og héldu þau
hjón sameiginlega uppi þeirri rausn og risnu, sem fyrirrennarar
Jreirra á staðnum liöfðu verið þekktir að.
Þar sem Undirfell má kallast í miðjum Vatnsdal, hafði heimilið
orðið sem sjálfsagður samkomustaður í tíð séra Hjörleifs Einarssonar.
Húsakynnin voru Jrar mikil og meiri en víðast annars staðar í daln-
um. Prófastshjónin, séra Hjörleifur og frú Bjiirg kona hans, voru
bæði félagslynd og áhugasöm um Jrroska og menntun æskufólksins
og þar var jafnan margt af ungu fólki á heimilinu. Þetta allt stuðlaði
að því, að á Undirfelli voru oft haldnir fundir og ýmiskonar sam-
komur, og átti fólk þar alltaf góðu að mæta. Þetta breyttist ekki við
komu Jreirra Jóns og Astu að Undirfelli.
Undirfell hafði verið kirkjujörð um margar aldir. Um 1924 var
jörðin seld Hannesi Pálssyni frá Guðlaugsstijðum í Blöndudal og
fór hann að búa þar, eftir að tengdafaðir hans hætti þar búskap, en
hafði þó búið að minnsta kosti eitt ár á Undirfelli ásamt Jóni Hann-
essyni, áður en Jón flutti aftur að Þórormstungu. Hannes Pálsson
var giftur Hólmfríði, dóttur Jóns Hannessonar og Ástu Bjarnadóttur
konu hans. Þessi hjón fóru að búa á öllu Undirfelli vorið 1926 og
bjuggu þar stóru búi í allmörg ár, eða fram yfir 1940. Þau Hólm-
fríður og Hannes áttu ekki skap saman og skildu og skiptu með sér
eignunum. Þessir atburðir urðu til þess, að hinu fornfræga höfuð-
bóli var skipt í tvo hluti.
Skömmu síðar var byggt nýbýlið Nautabú á hluta Hannesar úr
jörðinni, en Hólmfríður, áður kona Hannesar, hélt gamla Undir-
felli, sem nú var orðin helmingi minni jörð en áður var. Hólmfríður
bjó síðan á Undirfelli við fremur lítil efni og erfiðar kringumstæður,
þar til að hún andaðist 20. janúar 1967. Síðan hefir enginn búið á