Húnavaka - 01.05.1971, Blaðsíða 90
88
H Ú N AVAKA
lækningum mun verða stefna framtíðarinnar. Á það bendir svo
margt í samtíð vorri í dag. Hann lézt níræður að aldri þann 3. apríl
1960 í Hveragerði. Þá var frú Hansína látin fyrir mörgum árum,
en hún lézt í Reykjavík þann 21. júlí 1948.
Að lokum skal hér tekið upp ávarp Jónasar Kristjánssonar, er
hann reit í fyrsta hefti Heilsuverndar 1946, þar sem hann skýrir
sjónarmið sín og markar með Jrví nýja stefnu í heilbrigðismálum
þjóðarinnar. En hann segir:
„Meðal menningarjrjóðanna er fullkomin heilbrigði sjaldgæf.
Flestir þurfa á lækni að halda meira og minna, og þeir fáu, sem
komast af án læknishjálpar og telja sig heilsugóða, eru í raun og
veru langt frá því marki að vera alheilbrigðir . . .
Náttúrulækningarstefnan lítur svo á, að flestir sjúkdómar stafi
af því að vér brjótum lögmál þau eða skilyrði, sem fullkomin heil-
brigði er háð....
Oss náttúrulækningamönnum er iðulega borið Jrað á brýn, að
starf vort sé trúboð. Þetta er sannara en þeir vita, er svo mæla.
Náttúrulækningarstefnan, eins og ég lít á hana, boðar trú á lífið
og heilbrigðina, á andlega og líkamlega heilbrigði, jafnvægi og
lífsgleði, en afneitar trúnni á sjúkdóma. Og ég trúi því, að þar
sem ríkir friður og samræmi og heilbrigði, Jrar séu Guðs vegir.
Til þess að skapa heilbrigt og dugandi þjóðfélag, þarf andlega
og líkamlega heilbrigða þegna. Undirstaða heilbrigðarinnar eru
réttir lifnaðarhættir og rétt fræðsla. En heilsurækt og heilsuvernd
þarf að byrja, áður en til sjúkdóms kemur, áður en menn verða
veikir. í þessu starfi jDurfa allir hugsandi menn að taka þátt, allir
góðir synir -og dætur fósturjarðar vorrar verða að telja það sína
helgustu skyldu að vernda heilsu sína ættjörðinni til lianda. Og
takmark allra þarf að vera það að deyja frá betri heimi en þeir fædd-
ust í“.
Þessi orð Jónasar Kristjánssonar eru lokaorð þessarar greinar
um Húnvetninginn og mannvininn, sem með lífi sínu og starfi
í þágu íslenzku þjóðarinnar vildi bæta þjóðlífið, minnka þjáningar
og gera líf einstaklinganna með því hamingjusamara og betra.