Húnavaka - 01.05.1971, Blaðsíða 241
HÚNAVAKA
239
Holti, ritari, Ottó Finnsson,
Blönduósi, og Valur Snorrason,
Blönduósi, meðstjórnendur. For-
maður íþróttanefndar er Lárus
Guðmundsson, form. knatt-
spyrnunefndar Hilmar Kristjáns-
son og form. starfsíþróttanefnd-
ar Valgarð Hilmarsson.
Spurningakeppni var háð milli
7 ungmennafélaga á sambands-
svæðinu. I undanrásum var
keppt í þrem riðlum og komst
eitt lið úr hverjum í úrslit og
kepptu í Fellsborg á Skagastrcind
6. marz. Þar urðu úrslit þau, að
lið Umf. Bólstaðarhlíðarhrepps
sigraði, en fyrir það kepptu: Pét-
ur Sigurðsson, Skeggstöðum,
Sigurjón Guðmundsson, Fossum,
og Birgir Ingólfsson, Bollastöð-
um. í öðru sæti varð lið Umf.
Svínvetninga, en lið Umf. Þing-
búa rak lestina.
Reynslan er sú, að áhugi al-
mennings fyrir spurningakeppni
í þessu formi er ekki nægjanleg-
ur, sem sést bezt á því, að aðsókn
að keppninni hefur verið það
lítil, að varla nægir til að greiða
kostnað við hana. Þannig varð
tekjuafgangur af þessari síðustu
keppni, þó að öll vinna væri sjálf-
boðavinna, aðeins kr. 5.000.00.
Því var ákveðið að efna ekki til
spurningakeppni í vetur.
Húnavakan hófst að venju á
annan í páskum. Illa leit út með
veður í upphafi Vöku, því að á
Lárus GuSmundsson, iþrótlakennari.
páskadag var stórhríð og ófært
um flesta vegi í héraðinu, er
menn vöknnðu að morgni mánu-
dags. Þá var hins vegar komið
bezta veður, stillt og heiðskírt.
Snjóruðningstæki vegagerðarinn-
ar æddu tit á vegina og voru
furðu fljót að opna. Ekki tókst
þó að ná saman kórfélögum í
Vökumönnum nægilega snemma,
til þess að þeir gætu haft sína
skemmtun, sem átti að vera um
miðjan dag, þannig, að hana varð
að fella niður. I staðinn sýndi
Blijnduóssbíó kvikmynd. Að
öðru leyti stóðst fyrirfram ákveð-