Húnavaka - 01.05.1971, Blaðsíða 28
26
HÚNAVAKA
var söngurinn. Pétur frændi minn lék ágætlega á orgel og söng þá
lreimilisfólkið oft með.
Það er sagt, að lengi búi að fyrstu gerð, enda hefir söngur og hljóð-
færaleikur haft mig á valdi sínu ætíð síðan.
Um þessar mundir bjó í Þverárdal, Brynjólfur Bjarnason, sem
var afburða söngmaður og orgelleikari. Brynjólfur var sérstakur
maður, lífsgleðin og fjörið voru svo sterk hjá honum, að menn gátu
ekki annað en hrifist með honum. Og tvímælalaust tel ég, að frá lion-
um sé að allmiklu leyti runninn sá söngáhugi, senr enn ríkir í Ból-
staðarhlíðarhreppi. Marga fleiri áhugamenn í þessum efnum mætti
þó nefna, en of langt mál að fara út í það nú.
Fyrst spilaði ég á orgel eftir eyranu, sem kallað var, en brátt fór ég
að fá áhuga fyrir að læra að þekkja nótur. Ég komst yfir Söngfræði-
ágrip eftir Sigfús Einarsson, lítið kver, en gott jrað sem það náði.
Af því lærði ég að þekkja nótur og hafði ég það oft í lærdómsbók-
unum mínum, sérstaklega kverinu, og hafði meiri áhuga á því en
kverinu.
Undirstöðu í orgelleik fékk ég hjá Pétri liænda mínum. Aðra
söngmenntun hef ég ekki fengið, nema það sem ég hef sjálfur
stautað mig áfram í þeim fræðum. En til sönggyðjunnar hefur hug-
ur minn oftast leitað ef tími hefir gefizt til frá önnum dassins.
— Hvar lœrðir þú trésmíði?
Þegar ég var 19 ára fór ég til Akureyrar og lærði lijá Eggert
Melsteð tiésmíðameistara, sem var Húnvetningur eins og ég. Þá
voru flest hús byggð úr tirnbri og við nemarnir fengum alveg sér-
staka þjálfun í að höggva saman húsgrindur. A þeim árum voru
þó steinhús nokkuð tekin að ryðja sér til rúms. Þá var lítið um vél-
knúin trésmíðatæki á Akureyri. Mér vitanlega var ekki til nema
ein stór, vélknúin bandsög, og var hún í eign Kristjáns Sigurðs-
sonar, sem smíðaði mikið af skíðum ásamt fleiru. Ég lauk námi
eftir þriggja ára dvöl á Akureyri og hafði kunnað vel við mig þar.
Árið 1922 kvæntist ég Margréti Þorvaldsdóttur, ættaðri frá Akur-
eyri. Fluttum við þá um vorið að Botnastöðum í Svartárdal, en þar
lézt hún á fyrsta sambúðarári okkar. Heimili átti ég þó á Botna-
stöðum í 5 ár. Ég flyt svo vorið 1927 að Ytra-Tungukoti, þar sem
nú heitir Ártún, og vorið eftir kvæntist ég seinni konu minni, Ósk
Skarphéðinsdóttur.
Við hófum búskap í Ytra-Tungukoti sama vor og bjuggum þar í