Húnavaka - 01.05.1971, Blaðsíða 16
14
HÚNAVAKA
vildi í alvöru draga hliðstæður milli þjóðfélagsins sem einingar og
sín sjálfs, lnigsaði sér t. d. hvernig líðan sín mundi vera, ef tilsvar-
andi átiik ættu sér stað milli líffæra í eigin líkama og háð eru innan
þjóðfélagsins, þar sem Iiver togar sinn skækil, mundi það ekki geta
leitt til nokkurs skilnings þess, að ótrúmennska og ágengni við ná-
ungann og þjóðfélagið kemur nranni ávallt sjálfum að meira eða
minna leyti í koll, beint eða óbeint? Þeim mætti fækka, er hugsa um
það eitt að komast yfir sem mest fé fyrir litla eða helzt enga vinnu.
A ég hér við hin sívaxandi vinnusvik meðal æðri sem lægri, sem eru
að gegnsýra þjóðina og allir vita um og margir ræða, það er að segja
í hljóðskrafi. Þessi ljóður, ásamt fjölþættri okurstarfsemi á ýmsum
sviðum og hóflausu bruðli á gjaldeyri, eru höfuðbölvaldarnir í efna-
hags- og viðskiptalífi þjóðarinnar, sjálft krabbameinið.
I rúmlega hálfan fimmta áratug hefi ég gert mælingar og áætlanir
um ýmis konar mannvirki og stundum haft eftirlit með framkvæmd
þeirra. Ég hefi því haft allnáin kynni af nrargs konar vinnubrögðum
á þessu tímabili.
Á árunum 1922 til 1928 var unnið að framkvæmd Flóaáveitunnar,
sem var meðal mestu mannvirkja þess tíma hérlendis. Mestöll skurða-
gerð var unnin í ákvæðisvinnu með handverkfærum. Verkamenn
skipuðu sér í misstóra flokka eftir atvikum. Innan hvers flokks báru
að sjálfsögðu allir jafnt úr býtum. Afleiðingin varð sú, að saman
völdust í flokk nokkurn veginn jafnduglegir menn. Afkastamunur
á lélegasta og duglegasta flokknum var einn á móti þremur, en
flestir flokkarnir höfðu mjög h'k afköst, er voru þeim til sóma, enda
báru þeir mun meira úr býtum en verkamenn í daglaunavinnu.
Vinnuafköst manna við Flóaáveituna voru nokkru meiri en er-
lendar „normur" (þ. e. forskriftir), sem notaðar eru við áætlanir um
verklegar framkvæmdir, gera ráð fyrir.
Þegar á fyrsta hernámsárinu hrakaði vinnuafköstum ótrúlega,
og bein vinnusvik, sem áður máttu heita óþekkt, héldu innreið sína.
Þessi spilling þykir nú orðið naumast umtalsverð, en hvað kostar
hún þjóðfélagið? Ég spyr! Með köldu blóði ætla ég að ganga fram
af heiðruðum hlustendum mínum með því að halda fram, að þjóðin
geti afkastað allt að i/3 meiri vinnu en hún gerir nú. En þó að af-
köstin ykjust ekki nema um 10—20%, hvaða breytingu mundi það
valda á afkomu atvinnuveganna og þjóðarbúsins í heild? Og hvaða
áhrif mundi það hafa á líkamlegt og sálrænt heilsufar þjóðarinnar?